Útskriftartónleikar: Ragnheiður Eir Magnúsdóttir

Ragnheiður Eir Magnúsdóttir hóf þverflautunám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 9 ára gömul. Þar lærði hún í mörg ár hjá Dagný Marinósdóttur og síðar hjá Jóni Guðmundssyni. Haustið 2014 hóf hún nám í Listaháskóla Íslands á hljóðfærakennarabraut þar sem hún hlaut leiðsögn hjá Martial Nardeau og síðar hjá Hallfríði Ólafsdóttir og Emilíu Rós Sigfúsdóttir. Einnig stundaði hún nám á saxafón nám hjá Guido Baumer.

Útskriftartónleikar: Arnar Freyr Valsson

Arnar Freyr hóf gítarnám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar árið 2001 og lauk burtfararprófi frá skólanum árið 2014, kennari hans var Þorvaldur Már Guðmundsson. Haustið 2014 hóf Arnar Freyr nám við Listháskólann og hefur kennari hans þar verið Svanur Vilbergsson. Arnar hefur sótt masterclass tíma hjá Arnaldi Arnarsyni, Pétri Jónassyni, Ögmundi Jóhannessyni, Shingo Fuji, Christopher Ladd.

Klarínetta-hljóðfæranámsleið
Gítar - hljóðfærabraut

Útskriftartónleikar: Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir sópran

Laugardaginn 18.mars klukkan tvö verða haldnir útskriftartónleikar Snæbjargar Guðmundu Gunnarsdóttur, sópran. Hún er að útskrifast með diplóma í klassískum söng frá Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar eru Þóra Einarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Sigmundsson. Snæbjörg heldur í masternám í Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart, Þýskalandi Hjá prof. Sylvíu Konza í byrjun apríl á þessu ári. Dagskráin á tónleikunum er samblanda af nútíma tónlist, óperu aríum, ljóðasöng og kammertónlist.

HAUSTTÓNLEIKARÖÐ TÓNLISTARDEILDAR

Hausttónleikaröð tónlistardeildar LHÍ fer fram dagana 26. - 7.desember víðsvegar um borgina: Safnahúsinu, Sölvhóli, Hannesarholti og Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir.
 

SAFNAHÚSIÐ

26. nóvember kl. 11:00

Kristín Þóra Pétursdóttir, klarínetta
Vilborg Hlöðversdóttir, flauta
Kristín Jóna Bragadóttir, klarínetta

26. nóvember kl. 14:00

Steinunn Björg Ólafsdóttir, sópran
Jóhanna María Kristinsdóttir, sópran