Anna Þórhildur Gunnarsdóttir lýkur námi í klassískum píanóleik við Listaháskóla Íslands í vor og verða því haldnir tónleikar í Salnum í Kópavogi þann 4. maí kl. 20:00. 

Á útskriftartónleikum sínum mun Anna leika verk eftir Jean-Philippe Rameau, Johannes Brahms, Sergei Prokofíev, Maurice Ravel og Astor Piazzolla. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Anna Þórhildur hóf sjö ára gömul píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og nam hjá Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur og lauk framhaldsprófi þaðan tíu árum síðar, undir leiðsögn Jónínu Ernu Arnardóttur. Sama ár útskrifaðist hún af náttúrufræðibraut Menntaskóla Borgarfjarðar og hélt þaðan til frekari náms í píanóleik við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Maté og Eddu Erlendsdóttur.

Anna hefur sótt fjölda einkatíma og masterklassa hérlendis og erlendis, m.a. hjá Paul Roberts, Barry Snyder, Jeffery Gilliam, Stefan Bojsten, Juris Kalnciems, Nínu Margréti Grímsdóttur og Kristni Erni Kristinssyni. Anna Þórhildur spilaði í úrslitum EPTA-keppninnar á Íslandi árið 2015 og hefur einnig tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum hérlendis sem og í Lettlandi og Frakklandi. 

Undanfarin ár hefur Anna verið hluti af tónlistarhópnum Borgarfjarðardætur sem koma reglulega fram við ýmis tækifæri í Borgarfirði og nærsveitum.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)