Vortónleikar LHÍ // Hljóðfæraleikarar
Vortónleikar LHÍ 8. og 9.maí
Hljóðfæraleikarar
Dagana 8. og 9.maí munu nemendur í hljóðfæraleik við tónlistardeild LHÍ flytja fjölbreytta dagskrá á fernum vortónleikum brautarinnar.

Dagana 8. og 9.maí munu nemendur í hljóðfæraleik við tónlistardeild LHÍ flytja fjölbreytta dagskrá á fernum vortónleikum brautarinnar.
Útskriftartónleikar Sigrúnar Mary McCormick fara fram í Salnum Kópavogi, 4.maí kl 17:00. Á efnisskrá er tónlist eftir Ernest Bloch, Bohuslav Martinu, Henri Vieuxtemps og Robert Schumann. Með Sigrúnu koma fram Richard Simm á píanó og Aldís Bergsveinsdóttir á fiðlu.
Helgina 2. - 3. febrúar næstkomandi mun franski píanóleikarinn Vladimir Stoupel halda tvær vinnusmiðjur (masterklassa) fyrir nemendur Menntaskóla í tónlist og LHÍ. Vinnusmiðjurnar fara fram milli 11 - 15 báða daga, laugardaginn 2. febrúar í Skipholti 33 og sunnudaginn 3. febrúar í Skipholti 31 (LHÍ).
Í vor lýkur Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir gráðu í hljóðfærakennslu. Hún hóf nám í trompetleik 10 ára gömul í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir handleiðslu Láru Lilliendahl en síðar Lilju Valdimarsdóttur. Hún hóf svo nám á baritónhorn þegar hún var 17 ára gömul undir handleiðslu Hörpu Jóhannsdóttur.
Þórarna hóf nám í Listaháskólanum haustið 2014 á baritónhorn hjá Vilborgu Jónsdóttur en á öðru ári skipti hún alfarið yfir á túbu og er aðalkennari hennar Nimrod Ron.
Sunnudaginn 6.maí klukkan 17:00 heldur Aldís Bergsveinsdóttir útskriftartónleika sína frá Listaháskóla Íslands í Hannesarholti.
Á tónleikunum leikur Aldís fiðlusónötu nr. 1 eftir Grieg, 3 franska dansa eftir barokk tónskáldið Marin Marais, Adagio úr Arpeggione sónötu Schuberts og kammer verkið Dumka eftir Rebeccu Clarke. Meðleikari á tónleikunum er Richard Simm en auk hans koma fram Sigrún Mary McCormick á víólu og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir á píanó.