Class: 
color5

Opið hús í Listaháskólanum

Nemendur Listaháskólans bjóða heim

Kæru vinir, nemendur Listaháskólans bjóða ykkur heim föstudaginn 8. nóvember milli kl. 13 - 16.
 
- opnir tímar
- möppur til sýnis
- leiðsagnir um húsin
- nemendur verða á staðnum og svara spurningum
- opnar listasmiðjur/vinnustofur
 
Við opnum fyrir umsóknir þennan sama dag!
 
Verið öll hjartanlega velkomin

Lærðu að búa til stuttmyndir og hreyfimyndir: Ný tækni í kennslu

Til allra grunnskólakennara á Íslandi!

Þér er boðið að taka þátt í alþjóðlega FLY-verkefninu, sem notast við svokallað „kvikmyndalæsi“ í kennslu barna og unglinga.

 
Markmiðið er að læra hvernig á að búa til stuttmyndir og hreyfimyndir (stop-motion) og af hverju það er mikilvægt að nýta nýja tækni í kennslu. Við lærum líka um FLY verkefnið í heild sinni.
 

Opin hinseginfræðsla í LHÍ

Opin hinseginfræðsla

 
Anna Íris Pétursdóttir, meistaranemi við listkennsludeild heldur erindi þriðjudaginn 15. október. 
 
Viðburðurinn, sem er öllum opinn, fer fram kl. 12.15-12.50 í LHÍ Laugarnesi, fyrirlestararsal L193. 
 
 

Hvað þýðir að vera trans?

Hvernig notum við fornafnið hán?

 
Á fyrirlestrinum „Opin hinseginfræðsla“ verður farið í þessar spurningar og farið yfir helstu undirflokka orðsins „hinsegin“.