Class: 
color1

Einkasýning: Tara & Silla

Einkasýning tvíeykisins Töru og Sillu opnar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 – 19:00 í kubbnum og naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

OÚBA: Orðsendirörtúba
Fjúff skýst inn og fer þrjá hringi, snýst á hliðina, tekur langa hægri beygju sem leiðir niður í vinstri beygju, niður, niður. Þegar niður er búið tekur við snögg buna upp á við. Hring eftir hring snýst fjúff 19 sinnum. Áfram, meiri snúningur, eltir línuna og út um opið inn í annað.
 

Opið hús í Listaháskólanum

Nemendur Listaháskólans bjóða heim

Kæru vinir, nemendur Listaháskólans bjóða ykkur heim föstudaginn 8. nóvember milli kl. 13 - 16.
 
- opnir tímar
- möppur til sýnis
- leiðsagnir um húsin
- nemendur verða á staðnum og svara spurningum
- opnar listasmiðjur/vinnustofur
 
Við opnum fyrir umsóknir þennan sama dag!
 
Verið öll hjartanlega velkomin

Einkasýning: Einar Lúðvík Ólafsson

Einkasýning Einars Lúðvíks Ólafssonar opnar fimmtudaginn 7. nóvember  kl. 17:00 – 19:00 í Kubbnum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Nútímamanneskjan – eða hinn póstmóderníski Prómóþeus

Elstu fornleifar okkar tegundar, homo sapiens, sem fundist hafa eru um 200.000 ára gamlar. Ef við berum saman þá manneskju og þig komumst við að því að ekki er mikill líffræðilegur munur á ykkur. Hinsvegar gæti líf ykkar tveggja varla verið ólíkara enda hefur samfélagið stökkbreyst oft og mörgum sinnum síðan þá.

Einkasýning: Sólbjört Vera Ómarsdóttir

Einkasýning Sólbjartar Veru Ómarsdóttur opnar fimmtudaginn 7. nóvember  kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

HERMIR

Ekki hægt að spila golf

Ef það er engin kylfa, þá er ekki hægt að spila golf. Ef það er engin hola, þá er ekki hægt að spila golf, það skiptir ekki máli hversu stór grasflöturinn er, eða hversu margar golfkúlur þú ert með, ef það er engin kylfa og engin hola, þá er ekki hægt að spila golf.

Gervigras, golfkúla og tí.

Opinn fyrirlestur í myndlistardeild: Kozek Hörlonski

Mánudaginn 4. nóvember kl. 12.30 mun listamannatvíeykið Kozek / Hörlonski halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Performance as a Transmedial Field

Within their lecture Peter Kozek and Thomas Hörl will give an insight in their own long time experience in performance art and related artistic disciplines by showing examples of their solo work and collaborative projects realized together. They’ll also talk about their practical method of teaching as assistant professors.