Velkomin!
Velkomin á Háskóladaginn í Listaháskóla Íslands!

Dagana 20.-24. mars munu 2. árs nemendur úr leikara- og samtímadansnámi við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands heimsækja Þingeyri. Á meðan á dvölinni stendur munu nemendur vinna að stuttum einleikjum undir handleiðslu kennaranna Halldóru Geirharðsdóttur og Péturs Ármannssonar.
Föstudaginn 18. nóvember stendur Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, í samstarfi við Reykjavík Dance Festival, fyrir málstofu um möguleika og áhrifamátt hátíða.
Til máls taka:
Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar Reykjavíkur
María Rut Reynisdóttir, skrifstofustjóri menningarmála hjá menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar
Ásgerður Gunnarsdóttir og Alexander Roberts, fyrrum listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival
Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra
„Þú þarft ekki að skilgreina mig, ég skal sýna þér hvernig þú getur skilið mig. Ég tek ábyrgð á því að draga upp þá mynd sem heimurinn mun hafa af mér.“ - Chiara Bersani
Fimmtudaginn 17. nóvember mun sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í samstarfi við Reykjavík Dance Festival standa fyrir málstofu með ítölsku sviðslistakonunni Chiara Bersani. Þar mun hin margverðlaunaða Bersani segja frá rannsóknum sínum og aðferðum sem höfundur og flytjandi sem hverfast í kringum “pólitíska líkamann”. Málstofan fer fram í Black Boxinu í Listaháskólanum, Laugarnesvegi 91 og er opin almenningi.