Class: 
color4

PRAXIS Sviðslistaþing LHÍ

Praxis er árlegt sviðslistaþing Listaháskóla Íslands. Þingið er vettvangur fyrir listrænar tilraunir, þekkingarsköpun og samtal milli fagvettvangsins og háskólasamfélagsins. Þannig er þingið staður fyrir sviðslistasenuna til að koma saman og deila aðferðum og/eða rannsóknum, og hugsa saman til framtíðar.
 
Fyrsta þingið verður haldið laugardaginn 16. september 2023 í húsnæði Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg 91, 105 Reykjavík.
 

Einstaklingsverkefni 2. árs sviðshöfunda

Í námskeiðinu vinna nemendur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tekur viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrja að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiða listrænt starf og nýta til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa.