Class: 
color5

Frá deildarforseta

Í listkennsludeild Listaháskóla Íslands er námið um margt öðruvísi skipulagt en víðast er um listkennaranám. það felst í því að í náminu eru listamenn úr öllum listgreinum: myndlist, arkitektúr, hönnun, tónlist, leiklist og dansi, sem hafa ákveðið að bæta við sig menntun í kennslu og miðlun. Þó nemendum bjóðist námskeið og samtal tengd eigin listgreinum er meirihluti námskeiða opinn öllum og gerir það deildina að kraumandi potti listanna.

Kristín Valsdóttir, deildarforseti.

 

Taktur, leikur, sirkus!

 

Lærðu um leiklist, takt og sirkuslistir - allt í einni vinnusmiðju! Vinnusmiðjan endar svo á kynningu fyrir foreldra. Leiðbeinendur eru Nick Candy leikari og sirkuslistamaður, Elín Sveinsdóttir leikkona og Kristín Cardew tónlistarkona. Á námskeiðinu verður farið í skemmtilega leiki sem tengja saman tónlist, leiklist og sirkuslistir. Ath. námskeiðið er ætlað fyrir 8-10 ára. Ekki er heppilegt að yngri börn sæki námskeiðið. Takmarkaður sætafjöldi. Miða má nálgast klukkutíma fyrir viðburð í Þjóðleikhúsinu.

Tímasetning

23. apríl 14:00 - 16:00

Listkennsla