Opin hinseginfræðsla

 
Anna Íris Pétursdóttir, meistaranemi við listkennsludeild heldur erindi þriðjudaginn 15. október. 
 
Viðburðurinn, sem er öllum opinn, fer fram kl. 12.15-12.50 í LHÍ Laugarnesi, fyrirlestararsal L193. 
 
 

Hvað þýðir að vera trans?

Hvernig notum við fornafnið hán?

 
Á fyrirlestrinum „Opin hinseginfræðsla“ verður farið í þessar spurningar og farið yfir helstu undirflokka orðsins „hinsegin“.
 
Í lok fyrirlestrarins verður opið fyrir spurningar og spjall, þar sem engin spurning er augljós eða heimskuleg.
 
Allir eru velkomnir í stuttan fyrirlestur og gott spjall.
 
 
Anna Íris er leiklistarkennari og sviðslistamaður. Hán hefur síðastliðið ár unnið sem sjálfboðaliði fyrir samtökin ’78 og séð um fræðslu í grunnskólum.
 
 
800px-rainbow_flag_breeze.jpg