Class: 
color5

Hádegisfyrirlestur: Rauði krossinn- listir og sjálfboðastarf

Miðvikudaginn 16. nóvember, frá kl. 12.10- 12.50, verður opinn hádegisfyrirlestur í Laugarnesi á vegum Listkennsludeildar LHÍ. 
 

Við erum svo heppin að fá til okkar tvo mælendur frá Rauða krossinum. Annars vegar Sigurbjörgu Birgisdóttur, frá Rauða krossinum í Reykjavík, sem ætlar að segja stuttlega frá þeim sjálfboðaverkefnum sem eru í gangi á vegum deildarinnar og svo Julie Ingham frá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.

Málstofa meistaranema í listkennslu

Meistaranemar frá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands kynna lokaverkefni sín í málstofum sem fara fram í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.

Ókeypis er á málstofuna og er hún öllum opin. 

Meistaraverkefni listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt. Verkefnin tengjast öll kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.

Allir eiga rétt á listmenntun- nema sumir. Hádegisfyrirlestur.

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á opinn hádegisfyrirlestur í húsnæði sínu í Laugarnesi. 

12. október. kl. 12 -13
Fyrirlesturinn ber heitið „Allir eiga rétt á listmenntun – nema sumir“

Fyrirlesari er Margrét M. Norðdahl, deildarstjóri diplómanáms í myndlist fyrir fólk með þroskahömlun við Myndlistaskóla Reykjavíkur, myndlistamaður og listgreinakennari. Margrét gerir eftirfarandi viðfangsefni skil:

Listmenntun fatlaðs fólks. Hvað er í boði og er það nóg?
Sýnileiki fatlaðs fólks í listalífinu.