Class: 
color3

Developing Citizen Designers: Who Are We Now and What Do We Believe In?

Þriðjudaginn 19. apríl kl. 12:15 heldur Elizabeth Resnick fyrirlesturinn Developing Citizen Designers: Who Are We Now and What Do We Believe In? í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrasal A.
 
Elizabeth er prófessor í grafískri hönnun við Massachusetts College of Art and Design í Boston
 

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fer fram í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu kl. 17:00 21. apríl.

Hin árlega tískusýning fatahönnunarnema við Listaháskóla Íslands er einn af hápunktum Útskriftarhátíðar skólans. Þar sjáum við afrakstur þriggja ára náms á sýningarpöllunum. Síðar verður hægt að sjá fatalínurnar í návígi á útskriftarsýningu BA nema í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem opnar 23. apríl og stendur til 8. maí.

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist

Fyrsti viðburður útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands 2016 er útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist.

Sýningin opnar 16. apríl kl. 14:00 í Gerðarsafni, Kópavogi.
Alls sýna 13 nemendur verk á sýningunni.

Sýningin stendur til 8. maí.

Sýnendur:

ANANDA SERNÉ
ANNA GUIDICE
ANNE ROMBACH
CLAIRE PAUGHAM
EUSUN PAK
INGA MARÍA BRYNJARSDÓTTIR
MA PENGBIN
MARÍA DALBERG
SHU YI
SINÉAD MCCARRON
VERONIKA GEIGER
ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR
ÞRÖSTUR VALGARÐSSON

Misbrigði, Erindi 2: Eftirmáli

Misbrigði, Erindi 2: Eftirmáli

Þann 18. mars síðastliðinn sýndu annars árs nemar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verk sín á tískusýningu í Hörpu að loknu sjö vikna námskeiði í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins.

Næstkomandi föstudag, þann 8. apríl, mun annað erindi sýningarinnar líta dagsins ljós og verður þar hægt að skoða flíkurnar í návígi ásamt vinnuferlinu.

Opnun sýningarinnar verður í matsal Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, kl: 17:00-20:00 og verða léttar veitingar í boði.

Virk myndbirting veðurs
Samband