Hvers virði er líf þitt? 

Hefur þú einhvern tíma fundið tengingu við aðra?  

Í einstaklingshyggju og neyslusamfélagi samtímans virðist augljóst að fólk hefur sífellt meiri áhyggjur af því sem það hefur frekar en því sem það er. 

 

 

Rannsóknir sýna fram á að sumt fólk telur að hamingjan felist í peningum. Fólk eltist stöðugt við peninga og fyrir vikið hefur það glatað merkingu og gildi mannlegra tengsla. Samband er skilgreint út frá því hvernig fólk nær saman og tengist öðrum í samfélagi. Með öðrum orðum snýst þetta um að vera í sambandi við annað fólk og taka þátt í því samfélagslega.

Að tengjast öðrum er nauðsynleg, grundvallar mannleg þörf sem gefur lífi okkar sem manneskjum gildi.

Því að fólk hefur sífellt snúist meira á sveif með einstaklings- og  neysluhyggju og orðið sjálfblínna. Þetta leiðir til aukinnar sjálfselsku og eigingirni, minni samkenndar og samúðar, auk þess að geta af sér félagslega firringu og tilfinningu fyrir afstæðum skorti. 

Hugmyndin um náttúru er mikilvæg í hönnunarverkefni mínu, þar sem að náttúran fær fólk til að hugsa um hvaða merkingu það hefur að búa saman. Þegar við upplifum náttúruna finnst okkur við vera til sem hluti af henni. Að skynja náttúruna er góð leið til að fá fólk til að velta fyrir sér eigin lífi með hliðsjón af sambandi þess við aðra. 

 

Samkvæmt samfélagssálfræðingnum Dacher Keltner, er lotning hin æðsta sammannlega tilfinning, því hún hvetur fólk til að gera hluti sem bæta samfélagsheildina. Lotning gæti stoðað við að færa fókusinn frá eiginhagsmunum okkar yfir á hagsmuni þess hóps sem við tilheyrum. Benda má á að hefðbundin austur-asísk landslagsmálverk, og sú lotning sem óhjákvæmlega er í þeim falin, birta náttúrusýn sem er ekki mannhverf, enda er það einkenni á ákveðinni austrænni heimsspeki að náttúran er séð að ofan, eins og úr lofti. Þessi heimsspekisýn náttúrulistar veitir okkur tækifæri til að endurhugsa mannlegar tengingar og sambönd. 

Með því að hanna þessa seríu af abstrakt hlutum hef ég skapað farveg til að auðvelda samskipti og deila tilfinningum. Hlutirnir endurspegla persónulega reynslu mína og tilfinningar sem ég hef fundið í sambandi við náttúruna. Hlutirnir eru miðlar til að hjálpa fólki að tengjast sínum eigin tilfinningum og finna tengingu við aðra. Sem listamaður og hönnuður sem sér sambandsleysið í samfélaginu ákvað ég að nota þessa abstrakt hluti sem myndhverfa miðla sem grundvallast á mannlegum tilfinningum og tenglsum.