Verkefni mitt er nýtt margmiðlunarkerfi fyrir íslenskar veðurupplýsingar. Það hvetur áhorfendur til að stofna til mun persónulegri tengingar við upplýsingarnar, sem tengjast menningarlegum, tilfinningalegum og fagurfræðulegum gildum þeirra, til að hraða mun gagnvirkari og sameiginlegum skilningi á veðuraðstæðum á Íslandi. Þessi nálgun flytur ekki aðeins veðurfréttir heldur kannar einnig mun náttúrulegra samband milli upplýsinga og skynjunar. 

Á þessari upplýsingaöld virðast hefbundnar hönnunaraðferðir takmörkuð tól til að lýsa hinum síbreytilega heimi. Þetta verkefni skoðar samband okkar við upplýsingar og hvernig þeim er umbreytt úr áþreifanlegu umhverf yfir í stafrænt umhverfi, samhliða þróun aðferða grafískrar hönnunar. Verkefnið beinist að því að öðlast glöggan skilning á báðum viðfangsefnum – upplýsingum og hönnun.

Það leggur til nýjan hugsanahátt um hvernig myndmál getur hjálpað okkur að skilja upplýsingaumhverfið betur. Til þess að ná þessu leitaði ég í kenningu James Gibson um beina skynjun (e. Direct Perception Theory) og neðansækna nálgun hennar við að sjá fyrir lausnir fyrir grafíska hönnun til að mæta upplýsingaþörfum mannkyns í stafrænu umhverfi. Verkefni mitt kannar manneskjur í upplýsingaumhverfi þeirra og hvernig hönnuðir geta notað tölvunaraðferðir í myndrænni miðlun til að túlka grundvallarupplýsingagjafa, gagnagrunninn. 

 

Fyrir myndræna framsetningu beini ég sjónum að vistfræðilegri nálgun fremur en að táknfræði hönnunar. Hún byggir á skilningi á því hvernig við skynjum upplýsingar beint úr áþeirfanlegu umhverfi. Hún kannar hvernig má túlka þessa þekkingu til að að skapa stafrænt, myndrænt samspil sem er betur aðlagað að vistkerfi okkar svo það eigi meiri samhljóm í daglegu lífi okkar og kallar þannig fram mun ósjálfráðari skilning meðal notenda í stafræna umhverfinu.  

 

Verkefnið skapar tækifæri til að vinda sér frá hefðbundnum aðferðum og hugsa ekki aðeins út frá gagnsemisaðferðum til að skilja upplýsingarnar, heldur að leggja líka í að finna lausnir með þessum virku gögnum í ýmiskonar samhengi og í gagnkvæmum tengslum við fjölda mannlegra og tæknilegra kerfa fyrir bætta samfélagslega notkun og merkingu. Þegar öllu er á botninn hvolft leiðir það til meiri vellíðunar og heilbrigði að samræma tækni við náttúrulega mannlega skynjun. Það skapar einnig mögulegt gildi sem má þróa yfir í námstæki fyrir yngri kynslóðina svo hún geti öðlast víðtækari skilning á veðurfari.