Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun við hönnunar og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands fer fram í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu kl. 17:00 21. apríl.

Hin árlega tískusýning fatahönnunarnema við Listaháskóla Íslands er einn af hápunktum Útskriftarhátíðar skólans. Þar sjáum við afrakstur þriggja ára náms á sýningarpöllunum. Síðar verður hægt að sjá fatalínurnar í návígi á útskriftarsýningu BA nema í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem opnar 23. apríl og stendur til 8. maí.

#listahaskolinn
#útskriftarhátíð
#fatahönnunLHÍ
#icelandacademyofthearts