Í námskeiðinu vinna nemendur að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og tekur viðfangsefni og form verkefnisins mið af áhugasviði og áherslun nemanda innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemenda, einstaklingsbundna sýn og nálgun. Nemendur byrja að þróa áfram eigið höfundaverk, skilgreina eigin aðferðir og ferli sem og að staðsetja sig í samhengi við sviðslista senuna. Nemendur leiða listrænt starf og nýta til þess þá þekkingu sem þau hafa tileinkað sér í náminu til þessa.