Lóa Björk Björnsdóttir - Tími til að segja bless

Tími til að segja bless er útskriftaverk Lóu Bjarkar Björnsdóttur nema á Sviðshöfundabraut. Það er kominn tími til þess að segja bless. Við vitum það og þú veist það. En hvernig förum við að því? Kannski getum við komist að því í sameiningu. Við getum allavega talað um það. Í þessu verki langar okkur að skapa vettvang og tíma til þess að hugsa okkur leið út úr þessu sambandi sem við erum föst í. 

Óhefðbundin leikrými - 2. ár sviðshöfundar

Á undanförnum vikum hafa sviðshöfundar á öðru ári verið í námskeiðinu Óhefðbundin leikrými þar sem nemendur skoða hvernig rými getur verið uppspretta sköpunar. Nemendur munu sýna afrakstur lokaverkefna sem þau hafa unnið sjálfstætt í völdum rýmum. Kennari: Vala Ómarsdóttir 

10 nemendur sýna þrjú verk á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.

Place du Mall
"Verið velkomin á Place du Mall, Eiðistorg, samkomustað Seltirninga.