Útskriftarverkefni sviðshöfunda 2024

Útskriftarnemendur á sviðhöfundabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands frumsýna lokaverkefni sín dagana 15. - 25. mars. Verkefnin eru hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands.
 
Í ár útskrifast 10 nemendur af sviðshöfundabraut. Verkefni þeirra spanna vítt svið sviðslistanna og taka á fjölbreyttum málefnum. Öll eiga verkefnin það sameiginlegt að nálgast sviðslistamiðilinn á tilraunakenndan og gagnrýnin hátt með forvitni að vopni.
 

ÚTSKRIFTARNEMENDUR 2024:

Anna Kristín - Fokking heimskur fugl
Benjamín Kristján Jónsson - a(void)
Egill Andrason - SÓL EY
Egill Gauti Sigurjónsson - Velkom Yn
Elínborg Una Einarsdóttir - Elínborg snýr aftur - 10 ára afmælissýning!
Gígja Hilmarsdóttir - Systir mín Matthildur
Inga Óskarsdóttir - Útópía
Katrín Lóa Hafsteinsdóttir - Mergur
Tómas Arnar Þorláksson - Aukaleikarar Íslands
María Jóngerð Gunnlaugsdóttir - Bingó
---------------------------

Dagskrá:  

Föstudagur 15. mars
Inga kl 19:00 í L223
 
Laugardagur 16. mars
Anna kl 17:00 í L223
Gígja kl 20:00 í L143
 
Sunnudagur 17. mars
Gígja kl 19:00 í L143
Anna kl 20:00 í L223
 
Mánudagur 18. mars
Benjamín kl 17:30 í L142
Gígja kl 19:00 í L143
Anna kl 19:00 í L223
Egill Gauti kl 21:00 í L142
 
Þriðjudagur 19. mars
Inga kl 19:00 í L223
Egill Gauti kl 21:00 í L142
 
Miðvikudagur 20. mars
Inga kl 20:00 í L223
Egill Gauti kl 22:00 í L142
 
Fimmtudagur 21. mars
Benjamín kl 18:00 í L142
Elínborg kl 20:00 í L143
Egill A kl 20:30 í L220
Lóa kl 21:30 í L223
 
Föstudagur 22. mars
Tómas kl 17:00 í L223
Elínborg kl 19:00 í L143
María kl 20:00 í L191
Egill A kl 20:00 í L220
Lóa kl 21:30 í L223
 
Laugardagur 23. mars 
Tómas kl 17:30 í L223
Elínborg kl 20:00 í L143
Lóa kl 20:30 í L223
Benjamín kl 21:00 í L142
Egill A kl 21:30 í L220
 
Sunnudagur 24. mars
Egill A kl 16:00 í L220
María kl 17:00 í L191
Tómas kl 20:00 í L223
 
Mánudagur 25. mars
María kl 20:00 í L191
 
Frítt er inn á allar sýningar - Miðabókanir fara fram á tix.is
Sýningar fara fram í húsnæði Listaháskóla Íslands að Laugarnesvegi 91, 105 Reykjavík.
 
Leiðbeinendur lokaverkefna: 
Aðalbjörg Árnadóttir
Ragnar Ísleifur Bragason
Hilmir Jensson
 
---------------------------

Um sviðshöfundanámið 

Á sviðshöfundabraut er unnið með hlutverk sviðshöfundarins í sviðslistum þ.e. leikstjórans, leikskáldsins eða sviðslistamannsins. Megin áhersla er lögð á að nemendur þrói með sér listræna sýn og nálgun við miðilinn sem höfundar og verði að námi loknu sjálfstæðir skapandi sviðslistamenn. 
Í náminu, sem er jöfnum höndum fræðilegt og verklegt, er lögð áhersla á sviðslistir í sem víðustum skilningi og er námið hugsað sem vettvangur fyrir tilraunir og rannsóknir innan sviðslista. Námið snýst um sögu, eðli, hlutverk og mörk sviðslista, tungumál þeirra og snertifleti við aðrar listgreinar.
---------------------------
 
*Ljósmynd: Leifur Wilberg Orrason