KÁM – Þeir síðustu verða fyrstir

Keðjuverkun // Útskriftarverk // Brynhildur Sigurðardóttir

Brynhildur Sigurðardóttir - Leikskáld:
Ég hef verið titluð margt í gegnum tíðina. Danshöfundur, dansari, leikstjóri, listamaður og margt fleira. En aldrei hef ég fengið tillinn leikskáld. Þetta er síðasta sýningin mín innan LHÍ og fyrsta leikritið mitt. Ég hef alltaf farið ótroðnar slóðir og er þetta einkennandi fyrir skólagönguna mína í LHÍ. Ég hef fengið tíma til að læra og þroskast sem listakona og er ég óendanlega þakklát listaháskólanum fyrir að gefa mér bæði kraft og hugrekki til að vera rannsakandi og skapandi án hamlana
 

Dagur #3 Sviðslist

Dagur 3 og þá er það sviðslistadeildin sem veitir innsýn inn í starf deildarinnar. 

Hægt verður að fylgjast með Almari Blæ Sigurjónssyni & Erni Gauta Jóhannssyni 2 árs nema á Leikarabraut á Instagram.

Eins hefur heyrst að það gætu komið einhverjir leynigestir fram...

Svo minnum við á nýtt og gamalt en gott efni sem við ætlum að deila á Facebook. 

Útskriftaverk sviðshöfunda 2019

Við kynnum með stolti útskriftarverk sviðshöfunda 2019 

Að þessu sinni útskrifast tíu nemendur af brautinni og endurspegla verk þeirrra fjölbreytileika námsins. 

Verkin eru sýnd í Listaháskólanum í Laugarnesi, Tunglinu - Austurstræti 2a, Tjarnarbíó, Laugardalslauginn og í einkabíl. 

 

Hér fyrir neðan má sjá dagskrána og hlekk á hvert verk fyrir sig á tix.is þar sem hægt er að bóka miða. Frítt inn á allar sýningar. 

 

 

Miðvikudagur 1. maí:

A SPECTACULAR SYMPOSIUM

Sviðslistadeild í samvinnu við Every Body´s Spectacular sviðslistahátíðina bjóða upp á málþing í Laugarnesinu dagana 14. - 16.11.2018.

Fyrirlestrar, örnámskeið eru meðal þess sem við bjóðum upp á. Við hefjum alla morgnanna á hafragraut og kaffi í boði deildarinnar í mötuneytinu. 

//

Verk í leikstjórn 3.árs nema á Sviðshöfundabraut

 

Þriðja árs nemar á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands bjóða ykkur hér með velkomin á verk sín sem eru afrakstur leikstjórnarnámskeiðis leiðbeint af danska gestakennarans Kasper Jacob Sejersen, sem þau hafa nú unnið að hörðum höndum seinastliðinn mánuð.

Sýningar verða á Sölvhólsgötu 13,  gengið er inn Skúlagötumegin.

Sýnt verður bæði á föstudag og laugardag. 
Aðgangur ókeypis, bara mæta. 

Dagskrána má finna hér fyrir neðan

ATH tímasetning gæti færst 5-10 mínútum til eða frá milli verka.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

//

Nýjasta tækni og vísindi
Tími til að segja bless