Sigurjón Bjarni Sigurjónsson: Hagaharmur

Sýningar fara fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.
Laugardaginn 21.maí. kl 21
Mánudaginn 23.maí kl. 21
Þriðjudaginn 24.maí kl. 19

miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is
miðapantanir eru afgreiddar á skrifstofutíma og send verður staðfesting á afgreiðslu miðapantanna við fyrsta tækifæri.

Á litlu landi, í lítilli sveit, er lítið tún þar sem í lítilli holu, litlar sálir lenda í litlu ævintýri.

Útskriftarverk sviðshöfunda 2016

Að þessu sinni sýna 10 sviðshöfundar lokaverkefni sín.
Nánar má sjá um hvert verk inn á slóð hvers nemanda fyrir sig, eins upplýsingar um sýningar og miðapantanir

Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson
In The Memory of Her Last-minute: Within the Center of the Concert
https://www.facebook.com/events/1685712265012941/

Nína Hjálmarsdóttir
Sálufélagar
https://www.facebook.com/events/240489812985236/

Frá fagstjóra

Kjarni náms á sviðshöfundabraut er þróun sviðslistamannsins sjálfs. Áherslan er á að nemendur þrói með sér listræna sýn og nálgun við miðilinn sem höfundar og verði að námi loknu sjálfstæðir skapandi sviðslistamenn. Nemendur kynnast ólíkum aðferðum, allt frá hefðbundinni leikstjórn til óhefðbundinna samsetningaraðferða, með það að markmiði að öðlast skilning og þekkingu á möguleikum miðilsins. Mikil áhersla er lögð á frumsköpun nemenda og jafnframt á að þeir þrói með sér nálgun og aðferðir við sviðsetningu og sköpun sem styrkja sýn þeirra á miðilinn.

Einstaklingsverkefni sviðshöfunda

Nemendur á þriðja ári sviðshöfundabrautar kynna afrakstur fimm vikna vinnu sinnar að einstaklingsverkefnum.

Nemendur á þriðja ári sviðshöfundabrautar kynna afrakstur fimm vikna vinnu sinnar að einstaklingsverkefnum. Viðfangsefni verkefnanna taka mið af áhugasviði og áherslum hvers nemenda innan sviðslista og er áhersla lögð á frumsköpun nemenda og einstaklingsbundna sýn þeirra á listina.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru Ragnheiður Skúladóttir og Tyrfingur Tyrfingsson.

Sýningar um miðjan desember, frekari upplýsingar koma síðar.