Guð, hvað mér er sama

Guð, hvað mér er sama
- sviðstextar eftir nemendur á öðru ári Sviðshöfundabrautar
Leiklestur fimmtudaginn 5.október kl. 20.00 í Hráa sal, Sölvhólsgötu 12.
Lesarar: Nemendur af leikara- og sviðhöfundabraut Sviðslistadeildar LHÍ.
Sviðstextarnir voru skrifaðir á námskeiðinu Hugsun, texti, athöfn.
Kennari og umsjón: Hlín Agnarsdóttir.
 
Dagskrá (ekki endanleg niðurröðun)
 
Hugarfangarnir eftir Brynhildi Karlsdóttur
Fróðleiksmolar eftir Tómas Helga Baldursson

Litla sviðslistahátíðin

 

Sviðslistadeild Listaháskóla Íslands býður til sviðslistaVEISLU á nemendaverkum 2. árs nema dagana 11. - 17. maí.

Boðið er upp á einstaklingsverkefni sviðshöfunda, einleiki leikara, danskvikmyndir, kvikmyndaverkefni leikara og afrakstur vinnusmiðjunnar The extreme body.

 

Hér má finna dagskrá hátíðarinnar, miðapantanir (þegar það á við) eru á midisvidslist [at] lhi.is

Frítt er inn á alla viðburði.

 

Dagskrá

 

Einstaklingsverkefni sviðshöfunda

Nemendur á 2. ári á sviðshöfundabraut hafa unnið að einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinandanna Sveinbjargar Þórhallsdóttur og Ólafs Egils Ólafssonar síðustu 5 vikur.

Viðfangsefni námskeiðisins tekur mið af áhugasviði og áherslum nemandans innan sviðslista. Lögð er áhersla á frumsköpun og frumkvæði nemandans, einstaklingsbundna sýn hans og samfélagslegar og menningarlegar skírskotanir verkefnisins. Einnig kynnast nemendur grunnþáttum í verkefnastjórnun. Námskeiðinu lýkur með lifandi flutningi á verkefnum nemenda frammi fyrir áhorfendum.

Sviðsetning hins persónulega

2. ár sviðshöfunda við sviðslistadeild LHÍ sýnir afrakstur vinnu sinnar í námskeiðinu Sviðsetning hins persónulega. Í námskeiðinu er m.a. skoðað hvaða felst í sviðsetningu hins persónulega, hvernig við sviðsetjum okkur í hversdagslegum athöfnum og samskiptum og einnig hvernig þessari sviðsetningu hefur verið háttað innan lista á síðustu árum. Kennari á námskeiðinu var Karl Ágúst Þorbergsson. 

Hvert verk er aðeins sýnt einu sinni og er takmarkaður sætafjöldi. Sýningarnar eru opnar öllum og er frítt inn. 

Haukur Valdimar Pálsson - Í álfverinu

Nú í haust útskrifast Haukur Valdimar Pálsson sem sviðshöfundur af sviðshöfundabraut sviðlistadeildar. 

Útskriftaverkefnið hans er nýtt íslenskt verk sem leiklesið verður í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. 

Sýningar fara fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13.
Föstudaginn 2. september kl 19
Laugardaginn 3. september

miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is