Feminísk útópía

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir - Hún

Hún er útskriftarverk Sigurlaugar Söru Gunnarsdóttir, nema á Sviðshöfundabraut. 

Nú útskrifast Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og fær BA gráðu í list 
Ég er eins og hún. Ég er ekkert eins og hún.  
Ég hélt þetta ætti að vera auðvelt núna.  

Ég er tilbúin.  

Gef mér augnablik.  

Já ég er tilbúin.  

Takk fyrir 

 

Verkið er unnið í samstarfi við Birnu Rún Eiríksdóttur, Brynju Jónsdóttur, Steineyju Skúladóttur og Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur 

Stefán Ingavr Vigfússon - Nýjasta tækni og mislyndi

Nýjasta tækni og mislyndi er útskriftarverkefni Stefáns Ingvars Vigfússonar nema á sviðshöfundabraut. 

 „Núna eru öll okkar samskipti til, ef ég fer á gamla skype-aðganginn minn og leita samtalið uppi get ég séð allt sem fór okkur á milli. Þegar við mættumst í skólanum voru samskipti okkar bara lítið bros og ekkert meir, en hjartað á milljón.“ 

Lóa Björk Björnsdóttir - Tími til að segja bless

Tími til að segja bless er útskriftaverk Lóu Bjarkar Björnsdóttur nema á Sviðshöfundabraut. Það er kominn tími til þess að segja bless. Við vitum það og þú veist það. En hvernig förum við að því? Kannski getum við komist að því í sameiningu. Við getum allavega talað um það. Í þessu verki langar okkur að skapa vettvang og tíma til þess að hugsa okkur leið út úr þessu sambandi sem við erum föst í.