Laugardaginn 11. maí 2019 stendur listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir útskriftarviðburði í Menningarhúsunum í Kópavogi.

 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð LHÍ og þar kynna verðandi listgreinakennarar lokaverkefni sín með ýmiskonar hætti.
 
Dagskráin er spennandi en í boði verða margskonar erindi, tónlistarflutningur og fjölbreyttar smiðjur fyrir alla fjölskylduna!
 
Dagskrá stendur frá 10.30-16.30 í Gerðarsafni og er opin öllu fólki, börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin. Aðgangur ókeypis.
 
 
Útskriftarnemendur:
 
Andrea Magdalena Jónsdóttir
Ásgeir Jón Ásgeirsson
Ásta Vilhjálmsdóttir
Elín Helena Evertsdóttir
Emelía Antonsdóttir Crivello
Fríða María Harðardóttir
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
 

Dagskrá í Gerðarsafni:

10.30-12.30. Erindi á neðri hæð.
 
10.30-11.00
Allt sem er grænt, grænt finnst mér vera fallegt: Bréfaskriftir um fegurð
Andrea Magdalena Jónsdóttir
Erindi 30 mín. og hljóðverk.
 
11.00-11.30
Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum
Áhrif dagbókarskrifa á unglingsstelpur í hópastarfi í félagsmiðstöð og þróun námsefnis því tengdu
Kristín Dóra Ólafsdóttir
Erindi 30 mín.
 
11.30-12.00
Hvaðan færðu allar þessar hugmyndir?“ ADHD einkenni virkjuð til góðs í sviðslistum
Emelía Antonsdóttir Crivello
Erindi 30 mín.
 
12.00-12.30
Mótandi efni jarðar: Saga, miðlun og fræðilegt viðhorf til leirlistar
Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Erindi 30 mín.
 
12.30-13.00. Hlé. 
 
13.00-15.00 
Gera sjálf/ur
Ásta Vilhjálmsdóttir
Textílsmiðja 120 mín. 
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna. 
Hámark 8 þátttakendur í einu. 
 
Um smiðjuna:
Titillinn GERA SJÁLF/UR vísar til mikilvægi þess að kunna til verka svo hægt sé að bjargað sér í daglegu, sjálfbæru lífi með því að nýta, endurnýta, breyta og laga. Í textílsmiðjunni verður boðið upp á að gera allskonar brúður úr sokkum og brúðuhíbýli úr umbúðum, efnisbútum og öðrum efnivið sem annars gæti endað ónýttur í ruslinu. Börn eru einnig sérstaklega hvött til að koma sjálf með efnivið að heiman til að nota í smiðjunni.
 
13.30-15.00. Smiðja á neðri hæð. 
Listir og mannréttindi: Greinar Barnasáttmálans kenndar í gegnum skuggaleikhús
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
Tilraunasmiðja 90 mín.
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna. 
Hámark 10 þátttakendur í einu.
 
13.30-15.00. Smiðja á neðri hæð. 
Listir og mannréttindi: Greinar Barnasáttmálans kenndar í gegnum skuggaleikhús
Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir
Tilraunasmiðja 90 mín.
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna. 
Hámark 10 þátttakendur í einu.
 
Smiðjan er vettvangur þar sem börn læra um Barnasáttmálann í gegnum skuggaleikhús. Þau vinna með sáttmálann í tilraunasmiðju þar sem boðið er upp á að gera leikmyndir og skuggabrúður, sem svo fá að leika lausum hala á hvíta tjaldinu. Á tjaldinu eru börn hvött til að gera tilraunir með bakgrunn og skuggamyndir ýmist með brúðunum eða eigin líkama.
 
Smiðjan er byggð á kennsluaðferð sem hönnuð var til að létta kennurum að flétta sköpun og mannréttindi inn í kennsluna. Mannréttindi og sköpun eru tveir af sex grunnþáttum íslenska menntakerfisins og því afar mikilvægir í námi barna.
 
13.30-14.30. Erindi á efri hæð.
 
13.30-13.00
Íslensk þjóðlög: Nótna og kennslubók
Ásgeir Jón Ásgeirsson
Tónlistarflutningur og spjall 30 mín.
 
14.00-14.30
Hjartað í miðjunni: Vinnusmiðja fyrir mæður og börn sem sótt hafa um alþjóðlega vernd
Fríða María Harðardóttir
Erindi 30 mín.
 
14.30-15.30. Smiðja á neðri hæð og úti.
Óravíddir: Ferðalag um undraheima stærðfræðinnar
Jóhanna Ásgeirsdóttir
Stærðfræðismiðja 60 mín. 
Fyrir alla aldurshópa, gott að allra yngstu börnin njóti aðstoðar forráðamanna.
 
Um smiðjuna: 
Óravíddir er stærðfræðinámsefni fyrir alla aldurshópa. Það er samt ekki námsbók, heldur málverk og smáforrit. Málverkið er nokkurskonar parísarhopp við Kópavogsskóla og verður hluti verksins endurgert í Gerðarsafni 11. maí, en í smáforritinu virkjast verkið með hreyfimyndum, skapandi verkefnum og umræðuspurningum. Forritið og frekari upplýsingar má finna á www.oraviddir.is
15.30-16.30. Erindi á efri hæð.
 
15.30-16.00
Hvað er árangursríkt í viðtölum og yfirferðum í myndlistarkennslu á framhalds- og háskólastigi?
Elín Helena Evertsdóttir
Erindi 30 mín.
 
16.00-16.30
Sköpun og skapandi ferli til valdeflingar: Námskeiðið Regnbogapönk fyrir 10-12 ára krakka í félagsmiðstöð
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
Fyrirlestur 30 mín.
 
Allur dagurinn
Snjóskúlptúrgerð í Lapplandi
Sigrún Guðmundsdóttir
Ljósmyndir og texti, sýning.