VELFERРer opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2022-2023

 
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91
Sjötti fyrirlestur í röðinni er þriðjudaginn 25. apríl kl. 15-16. 
 
 
Fyrirlesari: Fríða María Harðardóttir, listgreinakennari.
 

Listsköpun sem vettvangur tenglsamyndunar og valdeflingar innan viðkvæmra hópa

Fjallað verður um námskeið sem Fríða María hefur staðið að undanfarin fjögur ár í samstarfi við Reykjavíkurborg. Um er að ræða hópa kvenna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd annars vegar og hins vegar hópa einstæðra kvenna sem fengið hafa fjárhagsaðstoð til framfærslu og eru með langvarandi félagslegan vanda. Tilgangur námskeiðanna er að nemendur fái tækifæri til að upplifa heilandi ferli myndlistar og stuðla þannig að virkni, tengslamyndun og valdeflingu innan þessara hópa.
 
Fríða María Harðardóttir lauk meistaranámi af listkennslubraut Listaháskóla Íslands vorið 2019. Síðan þá hefur hún tekið að sér ýmis verkefni fyrir Myndlistaskólann í Reykjavík auk námskeiða fyrir hópa jaðarsettra kvenna í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þá hefur hún starfað sem listgreinakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti síðan í janúar 2020. Áhugi Fríðu Maríu á vinnu með viðkvæmum hópum kviknaði er hún tók að sér sjálfboðastarf fyrir Rauða krossinn sem fólst í stuðningi við flóttafólk. Meistaraverkefni hennar við LHÍ fól í sér starfendarannsókn þar sem hún vann að því að skapa viðkvæmum hópum gott námsumhverfi.