Mótandi efni jarðar
Saga, miðlun og fræðilegt viðhorf til leirlistar

 
Verkefnið fjallar um leirlist og þann menningarlega arf sem liggur í listforminu.
 
Leir hefur verið notaður til listsköpunar og nytjagerðar í þúsundir ára hvarvetna í heiminum. Hægt er að lesa í sögu mannkynsins út frá sögu leirlistar með því að skoða tíðarandann, verkvit og aðferðir fyrri tíma. Markmiðið með verkefninu er að auka þekkingu á leirlist. Viðhorfi, hefðum og tæknilegum breytingum sem orðið hafa á listforminu síðustu árin.
 
img_1589.jpg
 
Gerð var tilviksrannsókn þar sem fylgst var með sex leirlistamönnum við störf og einnig tekin viðtöl við þá. Athugað var hvers vegna þeir velja að vinna með leir sem efnivið í listsköpun sína, hvaða aðferðir þeir nota, verkferli, viðhorf og hvernig auka megi vægi þekkingarlegs gildis á listforminu. Kennslufræðilega samhengið var tengt við mikilvægi þess að samþætta menningu við listnám. Fá nemendur til þess að kynnast uppruna sínum, fá skilning á umhverfi sínu og geta borið sig saman við aðra menningarheima í gegnum söguna og verk listamanna.
 
Fyrirmyndir auka skilning nemenda á listforminu ásamt því að sjá og skynja hvaðan það kemur og hvernig það er. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að listamenn nota efnið á ólíkan hátt. Mikill fjölbreytileiki er á listforminu, hvort sem um er að ræða leirinn sjálfan, aðferðir eða nýtingu efnis.
 
Viðhorf leirlistamanna til listformsins var mjög jákvætt en þeir töldu að nauðsynlegt væri að auka þekkingu almennings, útbúa nýtt námsefni og hefja samvinnu milli skóla og listamanna. Í rannsókninni var tekið saman efni um leirlist og leirlistamenn víðs vegar úr heiminum. Slíkt efni þarf að vera til staðar til þess að geta leitt nemendur í gegnum heim leirsins. 
 
gudrunj-13_2.jpg
 

 

Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Gudrunh16 [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Sigurlína Margrét Osuala
2019