Háskóladagurinn 2024 fer fram laugardaginn 2. mars milli klukkan 12:00 – 16:00.*

Listaháskóli Íslands býður gesti velkomna að Laugarnesvegi 91 þar sem allar námsleiðir skólans verða kynntar

Í boði verða tónleikar, viðburðir og sýningar, nemendur og starfsfólk verða á staðnum til þess að svara spurningum og hægt verður að fara í leiðsagnir um húsið.

 

*Þess má geta að LHÍ verður með opið í klukkutstund lengur en aðrir háskólar eða til klukkan 16:00. 

 

Dagskrá í Listaháskóla Íslands 

12:00 – Rektor Listaháskóla Íslands, Kristín Eysteinsdóttir flytur ávarp  

12:02 – Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp og setur 

 daginn formlega  

12:09 – Tónlistaratriði LHÍ  

Dmítríj Shostakovítsj: Strengjakvartett nr. 3 í F-dúr op. 73 (1906-1975)

3. kafli: Allegro non troppo                                 

Elísabet Anna Dudziak, fiðla 

Sara Karín Kristinsdóttir, fiðla 

Diljá Finnsdóttir, víóla 

Ágústa Bergrós Jakobsdóttir, selló

12:13 – Rektor kynnir ráðherra til leiks  

12:13 – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og 

 nýsköpunarráðherra flytur ávarp  

12:20 – Rektor gengur um skólann með forseta, ráðherra og öðrum gestum  

12:40 – Formlegri setningarathöfn lokið  

 

Nánari upplýsingar má finna HÉR