Listkennsludeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir útskriftarviðburði dagana 12. og 13. maí.

Dagskrá er opin öllum og fer fram í Borgarbókasafni / Menningarhúsi Gerðubergi.
 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands og þar kynna verðandi kennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Börn ásamt aðstandendum eru sérstaklega boðin velkomin. 
 
 
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ            
Fyrirlestrar fara fram í Bergi - Aðalsalur  
 
12.30   
Hús opnar          
 
12.50-13.00    
Viðburður settur
Ávarp deildarforseta
 
13.00 - 13:30   
Gunnhildur Rán          
,,Íslenskur leir"
Tenging við umhverfið, að skapa með leir úr náttúrunni
 
13.30-14.00    
Dagný Arnalds
Endurskoðun Aðalnámskrár tónlistarskóla og framtíðarsýn um þróun tónlistarnáms í hafsjó möguleika.
 
14.00-14:30    
Erna Vala        
 
15.00-15.30    
Hekla Magnúsdóttir
,,Að teikna tónlist í loftinu"
Möguleikar theremins og grafískrar nótnaskriftar fyrir tónlistarkennslu
 
15.30-16:00   
Vigdís Þóra Másdóttir          
,,Við erum að gera svona tónlist"
Tónlist í leikskóla - liður í valdeflingu barna
 
Laugardagur 13. MAÍ            
Fyrirlestrar fara fram í Bergi- aðalsal 
 
10:30
Hús opnar          
 
11.00-11.30    
 
11.30 - 12:00   
Ariana       
,,Við erum öll búin til úr stjörnuryki"
Starfendarannsókn unnin á smiðjum á Listasafni Íslands
 
12.00-12.30    
Katrín María Káradóttir
 
13.00-13:30    
Sonja B. Guttesen
Fegurðin í ófullkomleikanum
Getur aukin umhverfisvitund í gegnum útikennslu verið valdeflandi fyrir nemendur?
 
13.30-14.00    
Anton Logi
 

Um listkennsludeild

Nám í listkennsludeild Listaháskóla Íslands miðar að því að þjálfa leiðtogafærni í kennslu þar sem fólk úr ýmsum greinum vinnur saman og samhliða að kennslufræðilegum úrlausnarefnum, með áherslu á aðferðafræði lista. Nemendur útskrifast með kennsluréttindi á öllum skólastigum.