Af fólki og fiskum

Í verkefninu Af fólki og fiskum sem er eins konar leiðangur í átt að sjálfbærni í formi listrannsóknar. Þar er leitað svara við spurningum um hvort hönnun og listir geti opnað augu okkar fyrir náttúrunni og verið okkur hvatning til breytinga samhliða rannsóknum mínum á sjávarleðri í alþjóðlegu samstarfsverkefni. Í ferðasögu þessa fléttast þannig alvarlega staða í umhverfismálum og mikil þörf á breytingum. Rauði þráðurinn í þessu verkefni er að það er kominn tími til að endurskoða hugmyndir um menntun, mennsku og hönnun í samhengi við hugleiðingar um menntun til sjálfbærari framtíðar. 

Án fortíðarþrár er leitað í rann fyrri kynslóða að hugmyndum um bjartari framtíð. Hér eru ekki settar fram allsherjar lausnir heldur fjallað um tilraunir með aðferðafræði og komið með tillögur inn í samtal um framtíðina, hönnun og virðingu fyrir lífinu.  

Katrín María Káradóttir, hönnuður og meistaranemi í listkennsludeild.

Sýningin Af fólki og fiskum verður haldin á vinnustofu Katrínar í bakhúsi á Eiríksgötu 11 milli kl 14 – 18 laugardaginn 13. maí og sunnudaginn 14. maí.