Að teikna tónlist í loftinu
Að teikna tónlist í loftinu - möguleikar theremins og grafískrar nótnaskriftar fyrir tónlistarkennslu

Lokaverkefnið mitt við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands fjallar um nýja nálgun í tónlistarkennslu í gegnum grafíska nótnaskrift og theremin.  Gerði ég starfendarannsókn þar sem ég rýni í mitt eigin starf í thereminkennslu í gegnum thereminsmiðjur.

 
Í smiðjunum kannaði ég hvernig er hægt að nota tákn, liti og mynstur til þess að teikna myndir í loftinu og þannig spila og hlusta á myndir sem að nemendur hafa skapað. Grafísk nótnaskrift er aðgengileg fyrir alla þar sem ekki er nauðsynlegt að hafa bakgrunn í tónlist til þess að nýta hana í tónsköpun og býður thereminið upp á mikla möguleika til þess að virkja ímyndunaraflið og upplifa tónlist á nýjan og einstakan hátt.

Á grunni smiðjanna og þeirra gagna sem ég hef tekið saman legg ég svo fram tillögur að leikjum og æfingum sem að aðrir tónlistarkennarar geta nýtt sér í kennslu við áþekka nálgun að tónlist.