Námskeiðið Regnbogapönk í félagsmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu

 
Ég hélt tónlistarnámskeið fyrir stelpur og hinsegin krakka. Ég hef undanfarið unnið með Stelpur rokka! og heillaðist af hugmyndafræði þeirra og jákvæðu orkunni sem umlykur starfið. Þess vegna lá beinast við að tileinka lokaverkefnið valdeflingu stelpna og hinsegin krakka á sviði tónlistar.
 
Með námskeiðinu gafst nemendunum tækifæri til að taka pláss og hafa hátt og finna hvers þau eru megnug. Með samvinnu að vopni sköpuðu þau og frömdu tónlist með minni leiðsögn. Nemendur fengu að ráða hvaða leið yrði farin í tónsköpun og fengu verkfæri sem þau geta vonandi nýtt sér í eigin tónsköpun.
 
Ég vonast til þess að námskeiðið geti orðið liður í því að greiða leið kvenna og annarra kynja en sís karlmanna um heim tónlistar. Enn fremur vona ég að nemendur hafi kynnst eigin hæfileikum sem þau vissu ekki að þau byggju yfir, hljóðfærum sem þau vissu ekki áður að þau vildu spila á og tónlistarmanneskju sem þau þekktu ekki fyrir.
 
Umfram allt vona ég að þau hafi skemmt sér vel og gætu hugsað sér að endurtaka leikinn síðar.
 
Rúna Vala Þorgrímsdóttir
2019
runavala [at] gmail.com
konurogtonlist.weebly.com
Leiðbeinandi: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir