Útskriftarhátíð LHÍ: Gísli Magna

Hvers vegna sækir fólk í það að syngja í kór?
Hvað gerir söngurinn fyrir mann?
Hvernig bætir kórsöngur líf manns?

Þessum spurningum og fleiri er velt fram í litlu ferðalagi í gegnum kórheim nokkurra kvenna úr Léttsveit Reykjavíkur. 

Viðburður þessi er lokahnykkurinn í alþjóðlegu mastersnámi Gísla Magna við Listaháskóla Íslands í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ.

Viðburðurinn fer fram þriðjudagskvöldið 6. ágúst í Háteigskirkju kl. 19. 

Öll hjartanlega velkomin.

In Paradisum. Sálumessa Gabriel Fauré í Hallgrímskirkju

Tónleikar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í samstarfi við Listvinafélags Hallgrímskirkju. Fram koma nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Í burðarhlutverki tónleikanna verður gullfalleg og áhrifarík sálumessa Gabriel Fauré auk þess sem flutt verða trúarleg kór- og orgelverk úr ýmsum áttum eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelsohn, Cécar Franck og fleiri. 

Efnisskrá:

Théodore Dubois (1837 - 1924): 
úr Douze pièces

Frá fagstjóra

Kjarninn í aðferðafræði NAIP-meistaranámsins er samvinna. Þó er það einstaklingsmiðað og nemendamiðað, þannig að hver nemandi móti sinn vettvang í nánum tengslum við samfélagið. Námið undirbýr tónlistarmenn fyrir örar breytingar í starfsumhverfi þeirra, sem í síauknum mæli krefst leiðtoga- og samskiptahæfni og skapandi hugsunar. Áhersla er lögð á að leggja grunn að jákvæðu námsumhverfi sem byggir á trausti og samkennd þar sem þekkingu og reynslu er miðlað á jafningjagrundvelli. Námið er fjölþjóðlegt og er í samvinnu við aðra listaháskóla í Evrópu.

 „Ég sótti um í meistarnámið NAIP af því að mig langaði að freista þess að starfa alfarið við tónlist.  Strax í upphafi námsins fann ég hvað það var valdeflandi og allir kennarar hvetjandi og leiðandi á þann hátt að ég gat unnið sjálfstætt að því að finna minn veg við tónlistarsköpun. Í náminu sjálfu fékk ég líka tækifæri til að starfa með tónlistarfólki erlendis sem var í sama námi. Það var ómetanlegt. Námið var virkilega lærdómsríkt og undirbjó mig afar vel fyrir að starfa við fjölbreytilegar aðstæður í tónlistinni. Stærsti hluti atvinnu minnar í dag kemur til vegna verkefna sem ég stofnaði til undir handleiðslu frábærra kennara í LHÍ. Þetta er nám sem heldur áram að gefa! Takk fyrir mig.“ 

Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Samtal við sjónarhorn

Nemendur í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja verk sérstaklega samin inn í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu.
Höfundar og flytjendur verka: Alessandro Cernuzzi, Arnold Ludvig, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Bragi Árnason.

Auk þeirra taka börn úr Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og hópur tónlistarmanna og leikara þátt í dagskránni.