Frá fagstjóra

Kjarninn í aðferðafræði NAIP-meistaranámsins er samvinna. Þó er það einstaklingsmiðað og nemendamiðað, þannig að hver nemandi móti sinn vettvang í nánum tengslum við samfélagið. Námið undirbýr tónlistarmenn fyrir örar breytingar í starfsumhverfi þeirra, sem í síauknum mæli krefst leiðtoga- og samskiptahæfni og skapandi hugsunar. Áhersla er lögð á að leggja grunn að jákvæðu námsumhverfi sem byggir á trausti og samkennd þar sem þekkingu og reynslu er miðlað á jafningjagrundvelli. Námið er fjölþjóðlegt og er í samvinnu við aðra listaháskóla í Evrópu.

 „Ég sótti um í meistarnámið NAIP af því að mig langaði að freista þess að starfa alfarið við tónlist.  Strax í upphafi námsins fann ég hvað það var valdeflandi og allir kennarar hvetjandi og leiðandi á þann hátt að ég gat unnið sjálfstætt að því að finna minn veg við tónlistarsköpun. Í náminu sjálfu fékk ég líka tækifæri til að starfa með tónlistarfólki erlendis sem var í sama námi. Það var ómetanlegt. Námið var virkilega lærdómsríkt og undirbjó mig afar vel fyrir að starfa við fjölbreytilegar aðstæður í tónlistinni. Stærsti hluti atvinnu minnar í dag kemur til vegna verkefna sem ég stofnaði til undir handleiðslu frábærra kennara í LHÍ. Þetta er nám sem heldur áram að gefa! Takk fyrir mig.“ 

Lilja Dögg Gunnarsdóttir

Samtal við sjónarhorn

Nemendur í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja verk sérstaklega samin inn í sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu.
Höfundar og flytjendur verka: Alessandro Cernuzzi, Arnold Ludvig, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Bragi Árnason.

Auk þeirra taka börn úr Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og hópur tónlistarmanna og leikara þátt í dagskránni.

Crossroads

Content only available in Icelandic
 
Listaháskólinn og NAIP í Hafnarfirði.
 
Laugardaginn 2. september verður haldin hátíð í miðbæ Hafnarfjarðar í tengslum við alþjóðlegt námskeið evrópska NAIP verkefnisins (New Audiences and Innovative Practice) en það er meistaranám sem var þróað fyrir um 10 árum og tónlistardeild Listaháskólans hefur tekið þátt í að móta frá upphafi.
 

Útskriftartónleikar: Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir

Í útskriftarverkefninu mun Jóhanna samtvinna helstu áhugasvið innan tónlistarinnar; kórsöng, tónsmíðar og útsetningar. Umfjöllunarefni verkefnisins er kórtónlist og kórahefð þar sem Jóhanna mun gefa innsýn inn í upplifanir kórsöngvara af kórastarfi og kórtónlist á Íslandi.
Flutt verða þrjú kórlög eftir hana, þar af ein útsetning á sönglagi Emils Thoroddsen, Komdu, komdu kiðlingur.

Verkin verða flutt af sönghópnum Hljómeyki. Stjórnandi er Marta Guðrún Halldórsdóttir.

Útskriftartónleikar: Sunna Karen Einarsdóttir

Lokaverkefni Sunnu Karenar er tónlistarvinnusmiðja með barnakór. Afrakstur vinnunar verður fluttur og kynntur í Sölvhóli fimmtudaginn 4. maí kl. 18.

Flytjendur:
Reykjavíkurútibú Sunnukórsins

Verkefnið leit að því að skoða hvernig hægt sé að nýta vinnusmiðjur og aðrar aðferðir til að virkja sköpunarkraft barna í kórastarfi. Verkefnið var unnið í samstarfi við Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Skólakór Tónlistarskólans á Ísafirði.