Adam Switala - Who needs chaos and why are we afraid of it?

FRÆÐASTOFA 1, SKIPHOLTI 31
10.JANÚAR // 12:45 - 13:45
 
Nú er vorönn tónlistardeildar hafin og því komið að fyrsta hádegisfyrirlestri annarinnar. Að þessu sinni mun listamaðurinn Adam Świtała halda fyrirlestur í fræðastofu 1, föstudaginn 10.janúar kl 12:45. Świtała mun fjalla um áhrif óreiðunnar á sköpun og miðlun flytjandans.
 

In Paradisum. Sálumessa Gabriel Fauré í Hallgrímskirkju

Tónleikar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar í samstarfi við Listvinafélags Hallgrímskirkju. Fram koma nemendur tónlistardeildar Listaháskóla Íslands og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Í burðarhlutverki tónleikanna verður gullfalleg og áhrifarík sálumessa Gabriel Fauré auk þess sem flutt verða trúarleg kór- og orgelverk úr ýmsum áttum eftir Johann Sebastian Bach, Felix Mendelsohn, Cécar Franck og fleiri. 

Efnisskrá:

Théodore Dubois (1837 - 1924): 
úr Douze pièces

Kirkjutónlist

Markmið kirkjutónlistarbrautar er að mennta fjölhæfa tónlistarmenn með góða þekkingu, leikni og hæfni í sínu fagi. Námið er kröfuhart, framsækið, krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum og er góður grunnur fyrir kantora framtíðarinnar en einnig fyrir framhaldsnám til mastersgráðu í kirkjutónlist. Tónlistardeild býður í samstarfi við Tónskóla Þjóðkirkjunnar upp á þriggja ára nám sem leiðir til bakkalárgráðu (BA).

Lesa meira