Menningarnánd íslenskrar tónlistar // Fyrirlestur Kimberly Cannady

Bandaríski tónlistarfræðingurinn Kimberly Cannady hefur undanfarin ár unnið að viðamikilli vettvangsrannsókn hér á Íslandi sem snýr að þætti þjóðlegrar tónlistar (rímnasöngs, tvísöngs, langspilshefðar, vikivaka) í samtímanum. Í rannsóknum sínum hefur hún skoðað þátt þjóðlegrar tónlistar í samhengi við kenningar breska mannfræðingsins Michael Herzfeld um menningarnánd eða „cultural intimacy“.

A SPECTACULAR SYMPOSIUM

Sviðslistadeild í samvinnu við Every Body´s Spectacular sviðslistahátíðina bjóða upp á málþing í Laugarnesinu dagana 14. - 16.11.2018.

Fyrirlestrar, örnámskeið eru meðal þess sem við bjóðum upp á. Við hefjum alla morgnanna á hafragraut og kaffi í boði deildarinnar í mötuneytinu. 

//