Hvers vegna sækir fólk í það að syngja í kór?
Hvað gerir söngurinn fyrir mann?
Hvernig bætir kórsöngur líf manns?

Þessum spurningum og fleiri er velt fram í litlu ferðalagi í gegnum kórheim nokkurra kvenna úr Léttsveit Reykjavíkur. 

Viðburður þessi er lokahnykkurinn í alþjóðlegu mastersnámi Gísla Magna við Listaháskóla Íslands í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) við tónlistardeild LHÍ.

Viðburðurinn fer fram þriðjudagskvöldið 6. ágúst í Háteigskirkju kl. 19. 

Öll hjartanlega velkomin.