Listin að tjá sig 

Hvaða tækifæri felast í víðtækri innleiðingu á aðferðum listmeðferðar í skapandi starfi með börnum?

 
Í þessari ritgerð verður fjallað um mikilvægi sköpunar fyrir tilfinningalegan og andlegan þroska barna.
 
Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvaða tækifæri felast í víðtækari innleiðingu á aðferðum listmeðferðar í skapandi starfi með börnum?
 
Meginefni ritgerðarinnar er áhersla á listmeðferð og farið er ítarlega í myndræna tjáningu barna. Lögð er áhersla á hugmyndafræði listkennara og listmeðferðarfræðinga og verða skemaskeið barna útskýrð með áherslu á sköpunarhæfni, tilfinningaþroska og stigskipta tjáningarmeðferð í listmeðferð eða ETC módelið. Framkvæmd var tilviksrannsókn þar sem viðfangsefnið er ungur drengur sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar voru skráðar í dagbók.
 
Drengurinn var hvattur til listsköpunar í rannsóknartímum hjá mér í átta vikur og voru umræður okkar á milli, viðtal við foreldra barnsins og fræðiefni notað til þess að forma eftirfarandi niðurstöður:
 
Að leggja stund á listsköpun, sama af hvaða tagi hún er, getur aukið getu til þess að leysa ýmis vandamál sem upp koma.
 
Listsköpun ýtir undir sveigjanleika í hugsun sem sýnir að það eru til fleiri en ein lausn á vandamálum.
 
Listsköpun getur þannig veitt börnum möguleika á að tjá sig á annan og dýpri hátt en áður þar sem hún opnar hug barna og gerir þau hæfari til að lesa og sitja með eigin tilfinningum.
 
 
sol_hilmarsdottir.jpg
 
Sól Hilmarsdóttir 
Starfandi bóka myndskreytir 
sol.hilmars [at] gmail.com 
20 ECTS 
Leiðbeinendur: Ingimar Ólafsson Waage og Íris Ingvarsdóttir 
2021