Í draumaskólanum spyr enginn „Má fara?
Frelsi til þess að anda, spyrja og uppgötva

 
Lokaverkefni mitt er í kvikmyndaformi, og er nokkurs konar persónulegt ferðalag þar sem ég skoða íslenska grunnskólakerfið út frá minni eigin reynslu, og reyni að taka upp hanskann fyrir þau fjölmörgu börn sem á einn eða annan hátt passa illa inn í kerfið enn þann dag í dag.
 
Myndin brýtur vísvitandi upp form hefðbundinnar fræðiritgerðar þó í grunninn sé unnið út frá meginþemanu hvort aukið frelsi gæti hjálpað fleiri börnum að öðlast sterkari sjálfsmynd, trúa á eigin getu og líða vel í skólanum. Verkefninu er skilað á myndbandsformi með það fyrir augum að gera fræðin aðgengilegri, og stíllinn er óformlegur með tiktok ívafi til að brjóta upp hefðbundið form í takt við efnistök.
 
Viðfangsefnið er skoðað út frá hugmyndafræði ýmissa hugsuða á sviði heimspeki og kennslumála, viðtölum við sérfræðinga í skólamálum, hópsamtölum við bæði grunnskólabörn og fullorðna í gegn um svokallaða „World Café“ aðferðarfræði, og dæmi um óvenjulega skóla og skólakerfi sem byggja á frelsis- og lýðræðissjónarmiðum eru kynnt.  
 
 
30 ects MA
Leiðbeinandi: Vigdís Gunnarsdóttir
Vor 2023