Sláðu inn leitarorð
Steinunn Hrafnan
Farsæld kennara: dagbók með skapandi verkefnum
Þetta 20 eininga lokaverkefni leitast við að styðja kennara við að finna aftur tilgang í sínu starfi og enduruppgötva starfskenningu sína í gegnum listræna nálgun sem nýtir hugrenningatengls til að kortleggja hvað það er sem hvetur okkur áfram og hvað það er sem við þurfum á að halda til að upplifa farsæld í starfi. Meðfylgjandi er handbók/dagbók með skapandi verkefnum til stuðnings kennurum sem eru í hættu á eða þegar komnir í kulnun. Dagbókinni fylgir greinargerð með fræðilegum rökstuðningi ásamt tillögum að leiðum til að styðja við bata kennara í kulnun. Dagbókin skiptist í þrjá hluta og í henni eru skapandi verkefni sem stuðla að ræktun innlifunar í lífi og starfi með skapandi aðferðum.
Í fyrsta kafla greinargerðarinnar fjalla ég um minn bakgrunn og það sem ég tek úr honum inn í mitt starf, ásamt vörðunum á veginum sem mótuðu mína starfskenningu. Annar kafli rennur fræðilegum stoðum undir nálgun handbókarinnar en hann fjallar meðal annars um skilgreiningar og rætur kulnunar ásamt umfjöllun um starfsumhverfi kennara á Íslandi. Einnig er farið yfir skilgreiningar á hugtökum svo sem innlifun og valdeflingu, ásamt persónulegri stefnumótun og lífsspeki japönsku ikigai hugmyndafræðinnar. Þriðji kafli fjallar um undirbúning og gerð dagbókarinnar en fjórði kafli tengir innihald dagbókarinnar við fræðilegan ramma verkefnisins.

Steinunn Hrafnan
steinunn.hilmisdottir [at] gmail.com
Leiðbeinandi: Ellen Gunnarsdóttir
20 ECTS
2022