Á veltingi
Stoppað í reynslu nemandans

 

Í rannsókn þessari rýni ég í eigin hugmyndir og viðhorf til kennslu í tengslum við námskeið sem ég kenndi haustið 2020. Þá skoða ég hvaðan hugmyndir mínar og viðhorf spretta og tengi við hugmyndir bell hooks, Hannah Arendt, Paulo Freire, John Dewey og Þórbergs Þórðarsonar auk annarra.
 
Í Suðursveit, þar sem ég er uppalin, var það talið aulaskapur að líta ekki í eigin barm eða leita langt yfir skammt og þeim hugleiðingum dreifi ég með mismunandi tengingum í skrifunum. Í verkefninu hef ég aðferðir starfendarannsókna og listrannsókna að leiðarljósi við að skoða eigin rann sem kennari og listamaður. Ég leitast við að tengja saman þá þætti sem hafa reynst mér vel bæði í leik og starfi og þannig „stoppa ég í” mína eigin samþættu starfskenningu.
 

 

Í gegnum verk mín gefst lesandanum tækifæri til þess að skoða þætti sem eru mikilvægir fyrir ferli og samskipti og það er þar sem ég kem til með að veltast um með nemendum mínum. Með því að rækta góð samskipti og einhverskonar framgang en ekki framleiðslu. Það er þess konar ferli sem nútíminn þarf á að halda. Þar sem afleiðingarnar eru skoðaðar og rökhugsun er beitt á umbreytandi hátt með flakkandi hugsun, útsjónarsemi og nýtni í forgrunni.
 
 
 
Ég notaði tækifærið til að læra í gegnum að framkvæma með mínar hugmyndir og reynslu að leiðarljósi, á sama tíma og ég var að taka mín fyrstu skref í kennslu í grunnskóla. Þessi nálgun gerði mér kleift að taka skýra afstöðu með mikilvægi þátttöku og með því hversu dýrmætt það er að börn haldi áfram að láta sig óra fyrir einhverju eða ímynda sér. Það á við í allri sköpun en líka í því að sjá hlutina fyrir sér sem tengist svo inn á fleiri þætti sem eru flokkaðir sem eftirsóknarverð hæfni; útsjónarsemi, nýtni, góð samskipti, traust og trú á eigin getu.
 
Það er svo með tilraunum og vinnu í ferli og leik sem ég kýs að takast á við að þjálfa nemendur mína í því að staðna ekki í hugsun og skilja mikilvægi þess að vera skynugur og ólatur við umsnúning eða að fara út af gamalkunnu slóðinni sé hún dottin úr samhengi við heiminn. 
 

 

1) „En aldrei hefir þeim dottið í hug að skyggnast í sinn eigin barm, og þó er hennar (vissunar) hvergi að leita nema þar. Í Suðursveit var þatta kallað að leita langt yfir skammt og þótti aulaskapur. Hér heitir það vísindi og þeir kallaðir vísindamenn er þannig leita“. (Þórbergur Þórðarson, 1991, bls. 97) 

 
Hanna Jónsdóttir
Listkennsludeild
itishanna [at] gmail.com 
20 ECTS
Leiðbeinendur: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir
2021