Leikrit sem fræðsluefni: Ef ég gleymi

 

Þetta verkefni fjallar um uppsetningu á fræðsluleikritinu Ef ég gleymi eftir danska leikritahöfundinn og leikarann Rikke Wolck sem frumflutt var á Íslandi í Vídalínskirkju í Garðabæ 12. apríl 2022.
 
Umfjöllunarefni leikritsins er heilabilunarsjúkdómurinn Alzheimer og þau áhrif sem hann getur haft á einstaklinga. Ef ég gleymi er einleikur sem fjallar um Regínu sem greinist með Alzheimer. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tekur smám saman völdin, sem er ferli sem getur tekið 8-12 ár. Leiksýningin fjallar um raunverulegt viðfangsefni sem sérhvert nútímaþjóðfélag glímir við og snertir margar fjölskyldur í landinu.
 
 
 
ef-eg-gleymi-800x600p.jpg
 

 

Tilgangurinn með framkvæmdinni var tvíþættur. Annars vegar að nýta þann miðil sem leikritið er til að fræða og vekja fólk til umhugsunar um Alzheimersjúkdóminn og skapa vettvang fyrir umræðu um hann. Hins vegar var tilgangur framkvæmdarinnar að fá fram einhverjar vísbendingar um hvort leikritið geti miðlað fræðslu um Alzheimersjúkdóminn.
 
Mikil þörf er á að upplýsa almenning betur um sjúkdóma sem þessa þannig að unnt verði að fræða fólk betur og stuðla að meiri aðstoð við þá sem greinast með sjúkdóminn og jafnvel að stuðla að meiri forvörnum á þessu sviði.
 
 
aj3i1731.jpg
 

 

 
Sigrún Waage
Leiðbeinandi: Vigdís Gunnarsdóttir
2022