Class: 
color5
Saga Braggamenningar- kennsluaðferðir leiklistar

Við tunglið erum nágrannar / Nehna wel amar jeeran

Tónleikar í Mengi á Fjölmenningardegi Reykjavíkurborgar, miðvikudagskvöldið 10. maí.

English below

Fram koma líbanska tónskáldið Imad Mohammad El Turk, söngur, píanó og oud, Ásgeir Ásgeirsson, oud og bouzouki, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Erik Quick á trommur og Alexandra Kjeld á kontrabassa. 

Á efnisskrá eru grísk og líbönsk þjóðlög og tónlist eftir Imad Mohammad El Turk sem hefur verið búsettur hérlendis undanfarna sex mánuði og óskað eftir dvalarleyfi á Íslandi.

Rannsóknarstofa- Hvað leynist í náttúrunni?

Barnamenningarhátíð 25. – 30. apríl 8.30 - 16.30, Grasagarðinum í Reykjavík.  
 
Hvað leynist í náttúrunni sem við höfum aldrei séð eða heyrt?
 
Rúmlega sjötíu nemendur í 5. bekk Laugarnesskóla standa fyrir sýningu á listrænum afrakstri spennandi þriggja daga rannsóknasmiðju í samvinnu við listkennslunema Listaháskóla Íslands og Grasagarð Reykjavíkur. 
 
Markmið smiðjunnar og sýningarinnar er að vekja athygli á þeim áhrifum sem einstaklingurinn hefur á sitt nánasta umhverfi og náttúruna, í dag og í framtíðinni.

Börn á flótta/ Child Asylum Seekers

Barnamenningarhátíð 25. – 30. apríl 10-17, Þjóðminjasafnið
 
Börnin sem teiknuðu myndirnar á sýningunni hafa flúið ásamt fjölskyldum sínum erfiðar aðstæður og stríð í heimalandi sínu og sækjast eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi.
 
Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman, sem einnig er nemandi við listkennsludeild LHÍ, stýrði í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og Þjóðminjasafn Íslands. Sýningin er einnig hluti af meistaraverkefni Ásdísar. 
 
Markmiðið með smiðjunni var þríþætt:
 

Mannréttindi án landamæra

Barnamenningarhátíð 28. - 30. apríl 15 - 17, Norræna húsinu.
 
Norræna húsið, í samvinnu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands, býður upp á skapandi samverustund fyrir fjölskyldur undir handleiðslu Guðbrands Magnússonar myndlistarmanns og nemanda við listkennsludeild.
 
Í vinnusmiðjunni gefst þátttakendum tækifæri að vinna myndskreytingar í tengslum við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
 

Listkennsla á 21. öld- Tengingar og tækifæri

Listkennsludeild Listaháskóla Íslands heldur ráðstefnu í samvinnu við FÍMK, FÉTEX og FÍS.
 
Ráðstefnan hefst kl. 11 og er öllu fólki opin. 
Erindi
Jóní Jónsdóttir, myndlistarmaður:
Að þræða sig í gegnum tímann.
 
Sinead McCarron, hönnuður:
How can education include problem solving, discoveries and experiences encouraging curiosity.
 
Daniel Franzén, lektor við Konstfack Stokkhólmi: