Class: 
color5

VIÐBRAGÐ: MEÐVITUNDARKERFI

SMIÐJA OG INNSETNING

VIÐBRAGÐ: MEÐVITUNDARKERFI

Föstudaginn 3. febrúar kl 18:00 - 23:00 verður íslensk-portúgalski listhópurinn @Change með gagnvirka innsetningu á Kjarvalsstöðum. Meðlimir @Change eru allir á vegum listkennsludeildar LHÍ. Hópinn skipa Curver Thoroddsen, Sigga Liv Ellingsen ásam portúgölsku gestanemendunum Raquel Correia og César Rodrigues.

Viðburðurinn hefur það að markmiði að vekja safnagesti til umhugsunar um loftslagsbreytingar.

Minn staður: Gráa svæðið milli lista og menntunar.

Opinn fyrirlestur

Portúgalski listamaðurinn Samuel Silva heldur opinn fyrirlestur á ensku á fimmtudaginn í húsnæði listkennsludeildar í Laugarnesi.

Í fyrirlestrinum deilir Silva hugmyndum nokkrum hugmyndum um rýmin á milli listrænnar vinnu í óformlegu menntakerfi og samtímalistar þar sem áhersla er lögð á tengsl og þátttöku almennings.

Sometimes making something leads to nothing, but_______

VINNUSMIÐJA OG FYRIRLESTUR

Þriggja stunda vinnusmiðja með portúgalska listamanninum Samuel Silva á vegum Rannsóknarstofu í listkennslufræðum. Þátttaka er ókeypis fyrir nemendur LHÍ, aðrir þátttakendur greiða 3.000 kr í efniskostnað. Vinnusmiðjan er óðum að fyllast en það komast bara 15 þátttakendur að og þarf að senda skráningu á gudnyr [at] lhi.is

Samuel Silva mun einnig halda opinn fyrirlestur í fimmtudaginn 26. janúar, kl. 16:00-17:30 í Listaháskólanum Laugarnesi, stofu 55.

Hádegisfyrirlestur: Rauði krossinn- listir og sjálfboðastarf

Miðvikudaginn 16. nóvember, frá kl. 12.10- 12.50, verður opinn hádegisfyrirlestur í Laugarnesi á vegum Listkennsludeildar LHÍ. 
 

Við erum svo heppin að fá til okkar tvo mælendur frá Rauða krossinum. Annars vegar Sigurbjörgu Birgisdóttur, frá Rauða krossinum í Reykjavík, sem ætlar að segja stuttlega frá þeim sjálfboðaverkefnum sem eru í gangi á vegum deildarinnar og svo Julie Ingham frá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.