MENNTAKVIKA 2020

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin rafrænt dagana 1. og 2. október 2020.
 
Menntakvika hefur skapað sér sess sem einn mikilvægasti farvegur Háskólans fyrir miðlun á þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum, skóla- og frístundastarfi, sem og velferð og virkri þátttöku allra í samfélaginu.
 
Menntarannsóknir eru grunnurinn að því að varpa ljósi á hin flóknu öfl sem móta nám og kennslu, sem móta félagslegan veruleika okkar allra. Í þeim flókna og síbreytilega heimi sem við búum í þurfum við ávallt að endurnýja þekkingu okkar, endurskoða og jafnvel umbylta starfsháttum.
 
Síðustu ár hefur skapast breið samstaða meðal stjórnvalda, fagfélaga, sveitarfélaga og háskólanna um mikilvægi menntunar. Fjölgun hefur orðið í kennaranámi og framundan eru spennandi tímar og áskoranir þar sem mun reyna á öfluga samvinnu fagfólks og fræðimanna.
 
Menntakvika leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Spennandi dagskrá bíður þátttakenda en flutt verða 340 erindi í 87 málstofum. Viðfangsefnin bera vott um þá grósku sem er á sviði menntarannsókna, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi.
 
 
Kennarar listkennsludeildar eru virkir þátttakendur í Menntakviku 2020, hér má sjá þau erindi sem listkennsludeild tengist:
 
FIMMTUDAGUR
9:00 til 10:30 
Sjálfsþekking nemenda og kennara 
Rannsóknarstofa í listkennslufræðum
Málstofufstjóri: Kristín Valsdóttir 
Þögul þekking og ígrundun í kennaramenntun- Kristín Valsdóttir, deildarforseti, LHÍ 
Líkamleg gagnrýnin hugsun- Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor, LHÍ og Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor, HUG, HÍ 
Mannkostamenntun, listir og ljóð- Ingimar Ó. Waage, lektor, LHÍ og Kristian Guttesen, doktorsnemi
 
10:45 til 12:15 
Háskólar: Námskrárgerð 
Rannsóknarstofa um háskóla
 
Málstofustjóri: Guðrún Geirsdóttir 
Kennsluhættir á alþjóðlegum brautum LHÍ- Sigríður Geirsdóttir, verkefnastjóri gæða og kennslu, LHÍ og Þorgerður Edda Hall, verkefnastjóri Alþjóðaskrifstofu, LHÍ 
Þróun fjarnáms fyrir tónlistarskólakennara: Áskoranir og ávinningur- Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri hljóðfærakennslu við tónlistardeild LHÍ 
MOCAT - að smala köttum- Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar, HA og Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi, HA 
Heilbrigðisvísindanálgun á efni raunvisinda- Björn Viðar Aðalbjörnsson, lektor, MVS, HÍ
 
10:45 til 12:15
Skapandi grunnskóli - námsefni unnið við listkennsludeild Listaháskóla Íslands
Rannsóknarstofa í listkennslufræðum
 
Málstofustjóri: Gunndís Ýr Finnbogadóttir
Skapandi dans – handbók fyrir kennara- Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, nemi, LHÍ
Óravíddir: ferðalag um undraheima stærðfræðinnar: rúmfræðinámsefni fyrir alla aldurshópa- Jóhanna Ásgeirsdóttir, nemi, LHÍ
Essið: Ræktun jákvæðrar sjálfsmyndar á umrótatímum: áhrif dagbókarskrifa á unglingsstelpur í hópastarfi í félagsmiðstöð og þróun námsefnis því tengdu- Kristín Dóra Ólafsdóttir, nemi, LHÍ
 
13:45 til 15:15
Hönnun, sjálfsmynd og virkt nám
Málstofustjóri: Massimo Santanicchia
A reflection on architectural education from a Baltic Nordic perspective- Massimo Santanicchia, associate professor, IUA
Margbreytileikinn í okkur: Sjálfsmynd sem hús í þrívíðu formi- Halla Birgisdóttir, myndlistamaður og kennari, Harpa Björnsdóttir, meistarnemi, LHí og Ingimar Ólafsson Waage, lektor, LHÍ
 
 
FÖSTUDAGUR
Föstudagur 13:45 til 17:00
Áhrifamáttur list- og verkgreina í menntun til sjálfbærni Rannsóknarstofa um listkennslu og sjálfbærni í Listaháskóla Íslands
 
Málstofustjóri: Ásthildur B. Jónsdóttir
Listrænt ákall til náttúrunnar- Ásthildur B. Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur og stundakennari við LHÍ
Raddir barna, Veggspjaldagerð með áherslu á lífríki sjávar- Magnús Valur Pálsson, grunnskólakennari, Melaskóli
Líffræðilegur fjölbreytileiki- Jelena Bjeletic, leikskólakennari, Sæborg
Ævintýrfuglar og búsvæði þeirra- Louis Harris, grunnskólakennari, Landakotsskóli
Þræðir- Þórey Hannesdóttir, myndlistarkennari Laugarnesskóla
Föstudagar fyrir framtíðina- Gunndís Ýr Finnbogadóttir, lektor, LHÍ og Ásthildur B. Jónsdóttir, LHÍ
Textílmennt og sjálfbærni – Námsvefurinn Gera sjálfur- Ásta Vilhjálmsdóttir, grunnskólakennari, Valhúsaskóli
Sjálfbærni og fatahönnun- Björg Ingadóttir, framhaldsskólakennari, Fjölbrautarskólinn Garðabæ