Útskriftarverk: Kristinn Roach

Kristinn Roach Gunnarsson heldur útskriftartónleika sína úr Listaháskóla Íslands þann 26. maí næstkomandi í Salnum í Kópavogi kl. 21.
 
Verkið sem verður leikið er ónefnt rafverk í fjórum þáttum. Þrír af þessum fjórum þáttum eru unnir í kringum spunnar sönglínur og textabrot frá Ástu Fanneyju Siðgurðardóttur, listakonu. Ásamt Kristni leikur Kári Einarsson á hjóðgervla, hljóðbreyta og hljóðbúta.  
 
 
 

Ómkvörnin - uppskeruhátíð tónsmíðanemenda

Ómkvörnin verður haldin hátíðleg dagana 23. og 24. maí í Kaldalóni, Hörpu.
Ómkvörnin er uppskeruhátíð ungra tónskálda frá Tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands þar sem glæný og fersk verk þeirra eru flutt í samstarfi við bæði hljóðfæraleikara skólans sem og tónlistarfólki annarsstaðar frá.
Þessi fjölbreytta tónaveisla verður nú haldin í áttunda sinn og er aðgangur ókeypis.

Tónleikar verða á eftir farandi tímum:
Mánudaginn 23. maí - 17:00 Alvilda & 19:00 Bertúel
Þriðjudaginn 24. maí - 18:00 Dómald & 20:00 Ermenga
 

Útskriftartónleikar - Jón Gabríel Lorange

Útskriftartónleikar Jóns Lorange úr tónsmíðum – Maður & Stóll 
12. Maí klukkan 20 í Salnum, Kópavogi.
 
Boðskap sögunar Maður & stóll er hægt að túlka á margan hátt. Höfundur vill eingöngu segja þessa einföldu dæmisögu og láta hvern og einn túlka boðskap hennar. Á tónleikunum verður þessi saga sögð af sögumanninum Randveri Þorlákssyni og hljómsveit. Fyrir frumflutning verksins verður annað verk flutt eftir Jón sem heitir Hvað Slær Klukkan?.
-

Hæglega, hóglega: útskriftartónleikar Ingibjargar Ýrar

Útskriftarverk mitt frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands er samið fyrir vinkonu mína Lilju Maríu Ásmundsdóttur. Innblásturinn fékk ég frá henni, frá hafinu og úr Sólsetursljóði er Jónas Hallgrímsson þýddi árið 1842.

Þýðing Jónasar er alls 17 erindi og töluvert lengri en frumútgáfa ljóðsins. Úr verki Jónasar tók ég þær myndir og náttúrulýsingar sem mér þóttu fallegastar. Erindin og textabútarnir sem ég notaði er að finna hér að neðan, í þeirri röð sem þau koma fyrir í verkinu mínu.

Dodda Maggý - Coil

20. apríl kl. 20:00
Mengi

Dodda Maggý er vídeó- og hljóðlistamaður. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynræna reynslu og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verk hennar taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða þögulla vídeóverka þá má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og ímyndunaraflsins.

Vala- tónverk eftir Hrafnkel Flóka

29. apríl kl. 20:00
Salurinn, tónlistarhús, Kópavogi.

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Í leikskóla fékk hann áhuga á því að læra á fiðlu og hóf nám við Suzuki skólann í Reykjavík hjá Ásdísi Strauss. Sjö ára gamall byrjaði Hrafnkell svo í trompet námi við Lúðrasveit Vesturbæjar og fór svo að fiðlan var að lúta fyrir trompetinu. Næsta áratug var lúðrasveita starf stór partur af lífi Hrafnkels, en á unglingsárunum byrjaði hann að spila með Lúðrasveit Reykjavíkur.