Hilma Kristín Sveinsdóttir: Útskriftarhátíð LHÍ

Hilma Kristín Sveinsdóttir útskrifast frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands í vor og heldur útskriftartónleika sína fimmtudaginn 25. apríl kl. 20, í Stúdíó Sýrlandi, Vatnagörðum 4. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Verkið „ég segi þér bara meira seinna“ er samið fyrir átta flytjendur og samanstendur af fimm lögum. Lögin eru sjálfstæðar einingar fyrir mismunandi samsetningar flytjendanna en öll unnin úr sama jarðvegi.

Ingibjörg Friðriksdóttir í málstofu tónsmíðanema

Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld og söngkona fjallar um tónlist sína í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 8. febrúar frá 12:45 - 14:30. 
Fyrirlesturinn fer fram í stofu S304, Skipholti 31 (3. hæð).
Öll hjartanlega velkomin.

Ingibjörg lauk BA prófi í tónsmíðum frá LHÍ árið 2013 og stundaði síðar framhaldsnám í raftónsmíðum og upptökutækni við Mills College í Kaliforníu en þaðan lauk hún mastersgráðu (MFA) árið 2017. Hún er einnig með diplómu í söng frá Söngskólanum í Reykjavík.

Lilja María og Ingibjörg Ýr í málstofu tónsmíðanema

Tónskáldin Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Lilja María Ásmundsdóttir fjalla um og spila tónlist sína í málstofu tónsmíðanema, föstudaginn 25. janúar 2019. Með þeim kemur fram Ingibjörg Fríða Helgadóttir, söngkona. 

Málstofan fer fram frá 12:45 - 14:30 í S304 - Fræðastofu 1, Skipholti 31.  Öll velkomin.