Útskriftartónleikar: Viktor Ingi Guðmundsson

Verkið „Bárujárnshúsin“ er, í grunnin, tónsmíð fyrir fjóra slagverksleikara. Ef litið er á stærri umgjörð verksins er það einnig fyrir myndband, myndlistarmann, tvo leikara og ljósahönnuð. Ef litið er á tónleikana í heild þá eru þeir fyrir 6 söngvara, kvartett, upptökur og allt ofantalið. Ef að lokum er svo litið á öll verkin í sameiningu má sjá að þau segja öll sína eigin litlu sögu.

Verkið er hluti af útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2017 og fer fram á Litla-Sviði Borgarleikhússins

Útskriftartónleikar: Sigríður Eyþórsdóttir

Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2017 hefst á útskriftartónleikum Sigríðar Eyþórsdóttur sem klárar nám í tónsmíðum. Tónleikar Sigríðar fara fram í Salnum Kópavogi.

Sigríður Eyþórsdóttir er fædd í Reykjavík 1981. Hún hefur lagt stund á tónlist frá unga aldri og samið, flutt og gefið út lög með t.d. dúettnum Pikknikk og hljómsveitunum Sísý Ey og Tripolia. Auk þess hefur hún samið tónlist fyrir mynd- og leikverk og hefur áhuga á að starfa meira á þeim vettvangi.

Í dag breyttist borgin
Tónsmíðar
Tónsmíðar
Bárujárnshúsin