20. apríl kl. 20:00
Mengi

Dodda Maggý er vídeó- og hljóðlistamaður. Viðfangsefni verka hennar fjalla oft um ósýnilega eða huglæga þætti eins og skynræna reynslu og breytileg ástönd meðvitundar. Hvort sem verk hennar taka form vídeó/hljóðinnsetninga, tónlistar, hljóðlistar eða þögulla vídeóverka þá má segja að þau séu tilraunir til að formgera innri víddir drauma, minninga og ímyndunaraflsins.

Dodda Maggý er í þann mund að ljúka sinni annari bakkalárgráðu frá Listaháskólanum, BA í tónsmíðum frá Tónlistardeildinni. Að því tilefni mun hún kynna útskriftarverkið ‘Coil’ (2016), sem er vídeó- og tónlistarinnsetning. Verkið kannar hljóðheim sömpluðu flautunnar sem hljóðfæri og skoðar tengslin á mill kvikun mynda (e. animation) og kvikun hljóðsampla.

Dodda Maggý er með mastersgráðu í myndlist frá Konunglegu Dönsku Listaakademíunni í Kaupmannahöfn (2006-09), bakkalárgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2001-04) og útskrifaðist frá ‘Nordic Sound Art’, tveggja ára hljóðlistarnámi á mastersstigi sem átti sér stað í Listaháskólunum í Malmö, Þrándheimi, Osló og Konunglegu Dönsku Listaakademíunni (2007-09). www.doddamaggy.info
Innsetningin rúllar frá kl: 18-22.

Frítt er inn á alla viðburði útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands.