Þráinn Þórhallsson: Útskriftartónleikar LHÍ

Útskriftartónleikar Þráins Þórhallsssonar tónsmíðanema við tónlistardeild LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 15. maí klukkan 18.
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Á tónleikunum verða flutt þrjú verk, fyrstu tvö verkin eru eldri verk en síðasta er lokaverkefni Þráins frá LHÍ þaðan sem hann útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum nú í vor.

Efnisskrá:

CAPUT & Hljómeyki: Útskriftartónleikar mastersnema í tónsmíðum

Tónleikar í Salnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 6. maí klukkan 20. 

Una Sveinbjarnardóttir, CAPUT-hópurinn og Hljómeyki frumflytja verk eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, Sohjung Park, Steingrím Þórhallsson og Veronique Jacques sem öll útskrifast í vor frá tónlistardeild LHÍ þar sem þau hafa lagt stund á mastersnám í tónsmíðum.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Efnisskrá:

Steingrímur Þórhallsson: Útskriftartónleikar LHÍ

Útskriftartónleikar Steingríms Þórhallssonar frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands fara fram í Neskirkju, sunnudaginn 13. maí klukkan 17. Þar verður verk hans Hulda fyrir sópran, kór, barnakór og hljómsveit frumflutt en verkið byggir Steingrímur á ljóðum Huldu (Unnar Benediktsdóttur Bjarklind). Að auki verður Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Beethoven fluttur á tónleikunum. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur undir stjórn Oliver Kentish, einleikari er Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari. 

Stefán Ólafur Ólafsson: Útskriftartónleikar LHÍ

Saga er útskriftarverk Stefáns Ólafs Ólafssonar í tónsmíðanámi við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og verður flutt í Mengi við Óðinsgötu, sunnudagskvöldið 13. maí klukkan 21.

Saga er ópera í einum þætti fyrir tvo flytjendur, rafhljóð og libretto framkallað með Markov-keðjum.
„Saga“ getur staðið fyrir ýmsa hluti. Tölvurnar gefa okkur hins vegar ekkert samhengi.
Hvað vilja tölvurnar segja við okkur og hvernig ber að skilja það?

Flytjendur eru:
Gylfi Guðjohnsen – frummælandi
Friðrik Margétar-Guðmundsson – engill

Recombinant / Kveðja til 20. aldarinnar

Laugardagskvöldið 17. mars klukkan 21 flytur ítalska tónskáldið Massimiliano Viel verk sitt Recombinant í flyglasal tónlistardeildar LHÍ við Skipholt 31. 
 
Recombinant (umröðun) er kveðja til tónskálda síðustu aldar þar sem á fjórða hundrað brotum úr verkum eftir Berio, Cage, Ligeti, Stockhausen, Xenakis, Scelsi og Donatoni er blandað saman og umraðað á staðnum svo úr verður sérkennileg mósaík sem opinberar látæði og áráttu skrifaðrar tónlistar á seinni hluta 20. aldar.