Sjálfspretta

Handavinna hefur breyst úr því að teljast lífsnauðsynlegur drifkraftur í að vera tómstundaiðja nútímamannsins. En hefur þessi breyting orsakað vissa stöðnun í þróun hennar? Í verkinu er rýnt í mögulega þróun munstursgerðar með aðstoð gervigreindar og algríms. Fornum munstrum úr íslenskum sjónabókum er streymt í gegnum tölvuheila til að stefna saman fortíð og framtíð. Útkoman vekur upp spurningar um þróun handavinnu og áhrif tækni á munsturgerð. Reitarmunstrin sem sköpuðust í ferlinu eru sett fram í formi bókverks sem sjá má sem sjónabók framtíðarinnar. Einnig eru munstrin sett á vefsíðu. Hópur af fólki miðlaði munstrunum í ýmiss konar miðlum í tilraun til að skoða fleiri notkunarmöguleika.

14._johanna_gudrun_johannsdottir_johannaj19lhi.is_-16.jpg