Í faðmi sorgar 

Dauðinn er eðlilegur partur af lífinu en sorgarúrvinnslan tekur tíma og tekur á, bæði andlega og líkamlega. Hún krefst orku og vinnu og mikilvægt er að leyfa sér að fara í gegnum allar tilfinningar sem fylgja sorginni. Ég tel það vera samfélagslega þörf að stofna sorgarathvarf, þar sem syrgjandinn fær öruggt umhverfi til að dvelja og aðstoð við að vinna úr áfalli og halda áfram með lífið eftir missi. 

Á Þyrilsnesi heldur arkitektúrinn utan um tvo ólíka fasa sorgar; áfalla- og úrvinnslufasa. Þessir tveir ólíku kjarnar halda utan um þarfir syrgjandans og leiða hann áfram í sorgarferlinu, ásamt strúktúr tileinkaður tilfinningunum.

7._lydia_hronn_kristjansdottir_lydia18lhi.is-22.jpg