Sláðu inn leitarorð
Patrekur Björgvinsson
Draslskúffur - Rannsókn á skipulagi innan draslskúffa og upphafning á eðli þeirra
Draslskúffur - Rannsókn á skipulagi innan draslskúffa og upphafning á eðli þeirra
Draslskúffa er viss staður á hverju heimili þar sem hlutir koma saman til að hvílast, hvort sem þeir liggja óhreyfðir þar til þeirra er þörf eða þangað til eigandinn syngur þá inn í svefninn langa með bílferð á haugana. Gúmmíteygja, gamalt hleðslutæki og lykill að einhverri hurð einhversstaðar. Draslskúffan er talin vera lýti á heimilinu þar sem hún endurspeglar ekki skipulag þess. Draslskúffan er jafnvel eini staður heimilisins sem stendur fyrir utan allt skipulag.
Verkið byggist á skrásetningu mismunandi draslskúffa þar sem fólki er gefið tækifæri á að skoða þennan hluta heimilisins í nýju ljósi, og um leið er því velt upp hvort skipulag búi í óreiðunni.
