www.astudio.is
Bandrún – Formskoðun
Áslaug Baldursdóttir
 
Íslendingar eru sagnaþjóð og rúnirnar eru órjúfanlegur hluti af sögunni, en raunin er sú að fáir geta lesið og ritað rúnir eins og þær voru notaðar til forna. Enn færri þekkja til bandrúna, en bandrúnir eru rúnatákn sem samsett eru úr tveimur eða fleiri rúnum. Í verkinu er rýnt í formin sem mynda rúnaletrið. Þegar formin eru aðgreind og skoðuð verður auðveldara að beita letrinu. Markmið verksins er að gera þessi menningarverðmæti Íslendinga og mikilvægi þess að miðla þekkingu á þeim að umhugsunarefni.