Skynjun orða

Í verkinu Skynjun orða er kastljósinu beint að hlutverki orðræðuagna í daglegum samskiptum og hugsanalestri með því að rýna í samskipti. Orðræðuagnir eru stutt og óbeygð orð í talmáli líkt og hahérnabara og öh – orð sem hafa enga eiginlega merkingu en gegna þrátt fyrir það ýmsum hlutverkum í samskiptum. Orðræðuagnir, þagnir og önnur samtalsmerki, líkt og andvarp, hafa það hlutverk að styðja við flæði samtals. Letur er myndræn framsetning orða og því viðeigandi að hanna fágað fyrirsagnaletur sem upphefur orðræðuagnirnar og færir þær í sviðsljósið. Letrið inniheldur tákn samtalsgreiningar sem tákngera meðal annars tón, þagnir og tónfall sem hafa áhrif á túlkun og þar með skynjun orða.  

13._marianna_bjork_asmundsdottir_marianna_999hotmail.com_-10.jpg