Sláðu inn leitarorð
Sverrir Anton Arason
Material Meme
Línan kannar möguleika á nýrri áferð á efni með stafrænni prentun. Hugmyndafræði og aðferðir Trompe l'oeil eru nýttar en hún ögrar því hvernig við skynjum og túlkum heiminn í kringum okkur myndrænt.
Með prentuninni er áhorfandi hvattur til að nálgast efnið út frá nýju sjónarhorni. Við þurfum að horfa út fyrir yfirborðið og kanna dýpri merkingu myndbyggingar áferða þekktra efnisgerða.
Flíkurnar eru hannaðar út frá klassískum sniðum og fatnaði í herrafatnaði sem ögra ásýnd áferðar.




