Julia Eckhardt fjallar um tónlist Éliane Radigue
Fyrirlestur í tónlistardeild LHÍ
Mánudaginn 18.október kl.11:00 - 12:30 Í Fræðastofu I, Skipholti 31.

Franska tónskáldið Éliane Radigue (fædd 1932 í París) er talin á meðal fremstu og áhrifamestu tónskálda samtímatónlistar í dag, bæði í heimi raftónlistar og kammertónlistar. Tónlist Radigue er í senn lágstemmd og stórbrotin, þar sem iðandi líf leynist undir stilltu yfirborði hljóðheimsins. Áhrifa í verkum hennar má að einum þræði rekja til musique concrète-stefnunnar í Frakklandi og öðrum þræði við kynni hennar á hliðrænum hljóðgervlum á frumárum þeirra í Bandaríkjunum.
Í fyrirlestrinum fjallar Julia Eckhardt um feril og tónlist Éliane Radigue, vinnuaðferðir og nálgun hennar á hljóð og hlustun ásamt því að stikla á atburðum í hennar lífi. Julia er höfundur bókarinar Eliane Radigue—Intermediary Spaces/Espaces intermediares.
Viðburðurinn er hluti af Sequences X - Kominn tími til og er haldin í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Listaháskóla Íslands.

Nánari upplýsingar má finna á vefsvæði Sequences hátíðarinna.

sanatorium-dzwieku-sokolowsko-2017-fot.tomasz-ogrodowczyk23-1_1.jpg